Fjarðarheiðargöng

En hvernig er með Fjarðarheiðargöng eru þau ekki forgangsverkefni líka???

Fjarðarheiði annar engri umferð þegar hún er ófær, og lítilli umferð þegar hún er illfær.

Og þess má geta að fyrstu 10 dagana á þessu ári var einn dagur þar sem fært var yfir heiðina.
Og þegar rofaði til eftir þann snjóstorm var langt gengið á matar og mjólkurbirgðir bæjarins og líklega þá lyfjabirgðir líka, svo ekki sé nú talað um ef að hefði komið upp alvarlegt slys eða alvarleg veikindi þá getur líf legið við að komast á fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði eða á Egilsstaðaflugvöll.

Færsluna skrifar

Helgi Haraldsson


mbl.is Ný Norðfjarðargöng eru forgangsverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er slæmt þegar byggðalög eingangrast vegna veðurs og ófærðar. Það skiptir hins vegar máli að tryggja að samgöngur séu sem allra bestar þangað sem sjúkraþjónusta er til staðar. Hins vegar er spurning hvort að fyrsta skrefið ætti að vera að flytja fjórðungssjúkrahúsið frá Norðfirði og t.d. til Reyðarfjarðar eða Egilsstaða, sem eru þá um leið meira miðsvæðis samgöngulega séð og auðveldari vetrarsamgöngur þangað frá fleiri stöðum en nú er. Þar á eftir yrði að meta hvor göngin kæmu á undan; til Norðfjarðar eða Seyðisfjarðar. Nú er verið að tala um skynsemi en ekki hreppapólitík.

Allavega er ljóst að mínu mati að þrátt fyrir örfáa ófærðardaga í Víkurskarði þá ættu Vaðlaheiðargöng ekki að vera framarlega á forgangslistanum.

Það skal tekið fram að ég er ekki Austfirðingur!

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 10:12

2 identicon

Tek undir með Guðmundi, tel það allra farsælast að flytja sjúkrahúsið og hefði það átt að vera búið fyrir löngu :).

Göng til Seyðisfjarðar eru að mínu mati þarfari en til Norðfjarðar sem og göng undir Öxi, svona ef tekið er tillit til þjóðarinnar sem heild. Það kostar ekki neitt lítið að keyra aukalega 140 km fram og til baka með vöruflutninga sem auðvitað leggst beint við vöruverð. Hver  kílómeter sem fækkað er um  á flutningaleiðum um landið er beinn sparnaður í gjaldeyrir og því sparnaður fyrir þjóðina  en það þarf einmitt að setja sem nr 1.

Á álagstímum í Oddskarði sem öðrum slíkum stöðum verður lögreglan einfaldlega að handstýra umferðinni, þeir gera það í Reykjavík og geta líka gert það út á landi svo svona vandræði skapist ekki.

(IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 13:36

3 identicon

Ef heiðin er ófær, þá skiptir engu hvar fjórðungssjúkrahúsið er staðsett. Það verður allt vitlaust í RVK ef menn komast ekkert í sólarhring, þið ættuð að prófa 5 daga eða lengur, svo þó það sé fært yfir heiðina að vetra lægi þá getur það verið háskaleikur að fara yfir og ekki fyrir hjartveika.

Hringur (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 02:08

4 identicon

Hmmm þegar ég bjó í sveitinni var ekki ruddur snjór í fleiri vikur svo ég veit alveg hvað það er að verða lokaður inni og það lengi miklu lengur en 5 daga,  og margir búa enn þann dag í dag við miklu lengri einangrun viða um land . Og hvað áttu við með að ef heiðin er ófær skiptir engu hvað sjúkrahúsið er? Mér þykir ólíklegt að þú sért að segja að sjúkrahúsið sé bara fyrir norðfirðinga svo hvað áttu við?

(IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband