Á Fjarðarheiði hefur snjóað í marga sólarhringa.

Einnig á Egilsstöðum ig víðar á Héraði. Á Seyðisfirði er snjólaust í byggð og þar hefur ekkert snjóað í margar sólarhringa.

Það breytir hins vegar engu um það að Fjarðarheiði er ófær og ekki hægt að opna hana vegna snjókomu og hvassviðris.  Skyggni þar er ekkert og við slíkar aðstæður er lífshættulegt að vera þar á ferð.

Bílferjan Norröna kemur til Seyðisfjarðar nú um hádegið.  Erlendir ferðamenn þekkja ekki akstur við aðstæður sem eru nú á Fjarðarheiði.  Þess vegna er vonandi að þeir lendi ekki í vandræðum á Fjarðarheiði.

 


mbl.is „Hér hefur snjóað í marga sólarhringa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband