Útkall á Fjarðarheiði

Jæja þá kom að því  Fjarðarheiðin ófær í dag og í gær og fyrsta útkall vetrarins hjá björgunarsveitinni Ísólfi á heiðina.  Í þessum skrifuðum orðum er menn frá sveitinni lagðir af stað til aðstoðar bíl sem er í vandræðum á heiðinni, ekkert amar að fólkinu þar um borð en slæmt veður er á heiðinni og lítið skyggni.  Vindur á heiðinni er norðvestanstæður 15 metrar á sek og slá hviður upp í 20 metra á sek, þónokkur skafrenningur og ofankoma.

 

Færsluna skrifar

Helgi Haraldsson
Björgunarsveitinni Ísólfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband