Um þessa síðu.

Undirbúningshópur vinnur nú að því að hefja reglulegar gönguferðir um Fjarðarheiði.

Ætlunin er að hvetja sem flesta Seyðfirðinga til að vera með, og vekja þannig athygli á erfiðum samgöngum við Seyðisfjörð og stuðla að samstöðu bæjarbúa og hollri hreyfingu um leið.

Eina samgönguleið Seyðisfjarðar á landi liggur um Fjarðarheiði og er hún oft erfið, ótrygg og jafnvel stórhættuleg.

heiði

Í fögru veðri er þetta afar fögur og tilkomumikil leið, en illviðri, hálka og dimm þoka gera hana oft stórhættulega yfirferðar.

Þess vegna er heiðin okkar flagð undir fögru skinni.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á síðunna.  Ég reyni að muna eftir myndavélinni með yfir Heiðina og senda inn myndir.  kveðja Ólafía

Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Ómar B.

Langaði að senda undirbúningshópnum stórt og mikið hrós fyrir frábært framtak. Við vitum öll hversu þýðingarmikið það er að berjast fyrir bættum og öruggari samgöngum og Seyðfirðingar og þeir sem sækja okkur heim vita vel hversu hættuleg Fjarðarheiðin er! 

Ég á lítið notaða gönguskó sem oft hefur verið ástæða til að nota en aldrei meira en nú J!Gangi ykkur sem allra best,Ómar B.

 

Ómar B., 17.10.2008 kl. 10:58

3 identicon

Frábært... :) Gangi ykkur vel!

Hrefna Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband