Fréttir af Fjarðarheiði.

Jón Halldór Guðmundsson skrifar: 

Ég átti leið um Fjarðarheiði í dag, sunnudaginn 19. október.

Ég fór af stað til Egilsstaða klukkan 18.35.  Samkvæmt upplýsingum vegagerðarinnar var þetta staðan: Hálkublettir, norðaustan 11 m/s.

Það var smá snjór á heiðinni í Efri staf, en uppi á há heiðinni var mjög lítill snjór og nánst engin hálka. Um leið og hallaði niður að norðanverðu herti vindinn og mátti heita snjóþekja niður mest allt norðurfjallið. Á nýja kaflanum safnast töluverður snjór og virðist hann hannaður til að mynda þæfing. Með öðrum vegarkaflinn er snjógildra.  Ég er enn á sumardekkjum og þurfti því að læðast yfir.  Allt gekk vel, en ég þykist vita að það verði orðið þungfært í nótt.  Þó var færðin og spáin þannig að ég tók enga áhættu á að stoppa lengi á Héraði og hraðaði mér aftur yfir strax og erindi mínu var lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband