19.10.2008 | 23:24
Öryggisupplýsingar á Fjarðarheiði.
Ákveðið hefur verið að taka saman öryggisatriði fyrir vegfarendur á Fjarðarheiði og birta hér.
Upplýsingar um færð á Fjarðarheiði má fá á eftirtöldum stöðum: Síma 1777. Á vefsíðunni http://www.vegagerdin.is, og á síðu 483 á textavarpinu.
Æskilegur búnaður bifreiðar og ökumanns: Í vetrarfærð á Fjarðarheiði er best að nota grófmunstruð vetrardekk. Gott er að hafa skóflu og dráttartóg til taks í bílnum. Hlífðarföt ökumanns: Gott er að hafa til taks kuldasamfesting, hlýja skó, húfu og vettlinga í bílnum. Að minnsta kosti fyrir ökumann. Öryggisvesti eru góður búnaður til að sjást betur í slæmu skyggni, einnig er gott að velja kuldagalla með endurskinsröndum.
Nú er GSM símasamband alls staðar á Fjarðarheiði og dettur síminn aðeins út neðst í heiðinn Seyðisfjarðarmegin nálægt Fjarðarseli. Neyðarnúmer sem best er að hringja í er 112 og gefa þeir samband áfram við viðkomandi aðila, í neyðartilvikum. Mælt er með að ef maður festir sig í erfiðri færð að þú kveikir viðvörunarljós og haldir kyrru fyrir í bílnum meðan beðið er eftir aðstoð.
Hvenær ruðningur hefst að morgni og hvenær honum er hætt að kvöldi. Hér verða settar frekari upplýsingar. Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum er þjónustutíminn á heiðinni frá klukkan 7 að morgni til kl. 21.00 að kveldi.
Upplýsingar um rútuna. Ferðaþjónustan er með áætlunarferðir alla veika daga, sem eru öruggur samgöngumátti fyrir þá sem hafa ekki aðgang að vel búnum bílum í illviðri og misjafnri færð á veturna. Á virkum dögum fer rútan frá Herðubreið kl 7.55 og leggur af stað til baka frá Egilsstaðaflugvelli kl 9.00. Síðdegis á virkum dögum fer hún frá Herðubreið kl. 16.10 og til baka frá flugvellinum fer hún kl. 16.50. Á laugardögum fer hún frá Seyðisfirði k. 9.40 og til baka frá Egilsstöðum kl 10.30. Ath. þetta er vetraráætlun.
Þessar upplýsingar verða uppfærðar enn frekar ef þörf þykir. Endilega setjið inn athugasemdir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.