21.10.2008 | 23:11
Flughálka á heiðinni.
Samkvæmt vef vegagerðarinnar er flughálka á Fjarðarheiði í dag. Í þessum ham er heiðin aðeins ætluð vel búnum bílum og hún er ekki þjónustuð nema til 20.00 á kvöldin.
Seyðfirðingar, sem langar í leikhús eða tónleika á Héraðið eða í öðrum nágrannabæjum, þurfa nefnilega að spá í veðrið. Kemst ég heim í kveld?
Héraðsbúar og Norðfirðingar sem setja sig nær aldrei úr lagi að mæta í bío eða aðrar kvöldskemmtanir á Seyðisfirði geta sömuleiðis ekki reitt sig á komast heim að "power sýningunni" lokinni.
Reyndar er einn og einn stuðbolti frá nágrannabæjunum sem finnst afar gott að hafa svona fína afsökun til að sitja í glöðum hópi fram á kveld og fá bara gistingu hjá góðum vini hér.
En góðir hálsar! Heiðin er komin í vetrarhaminn og nú þurfa allir að skella snjódekkjum undir bílinn sinn, ef þeir ætla á heiðina á næstunni.
Það er bara svoleiðis.
Athugasemdir
Vek svo athygli á skoðanakönnun á síðunni!
Seyðfirðingar, 21.10.2008 kl. 23:37
kominn á vetrardekk
Einar Bragi Bragason., 22.10.2008 kl. 00:04
Er að hugleiða að setja mín undir.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 13:07
Fór yfir heiðina í dag. Í dag var gott veður, en slæmir hálkublettir.
Það vakti athygli mína að Vegagerðin sandaði heiðina, sem er mjög sjaldgæft.
Vegurinn um Fjarðarheiði er krókóttur og á nokkrum stöðum bæði slæmar beygjur og brekkur. Það fer illa saman í hálku eins og er oft á þessum vegi. Þess vegna er að furðulegt að Vegagerðin skuli sanda fyrst vegi á sléttunum á Héraði,áður en farið er í brekkurnar á heiðinni.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 21:27
Fór á heiðina áðan, á vef Vegagerðarinn var talað um snjóþekju en ég komst aldrei svo hátt. Hlýindi og hláka gerðu það að vegum að þegar komið var upp úr Neðri Staf þá var mikil hálka á veginum, í raun gler og mælir sýndi að vindur var 18m/s og 24 í hviðum. Minn bíll missti allavega veggripið og færðist til á vegi án þess að ég gæti nokkuð við gert. Þannig að ég sneri við, er hætt að vera töffari sem fer heiðina hvað sem á dynur. Vinn frekar heima í dag.
Elfa Hlín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.