23.10.2008 | 11:00
Hvassviðri og flughált á heiðinni!
Dæmi um að fólk þurfi að snúa við þar í dag vegna þessa.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er hálkuvarið á heiðinni í brekkum og beyjum.
Ekki á sléttum köflum.
Allt aðrar reglur gilda um beina og slétta kafla vegakerisins á Héraði, til dæmis. Þar þarf að hálkuverja.
Ekki upp á Fjarðarheiði í 600 metra hæð þar sem vindhraði er oftast mun meiri en á laglendi, eins og alkunna er.
Vinnureglur vegagerðarinnar virðast ekki tryggja öryggi allra vegfarenda. Eða hvað?
Athugasemdir
Ekki gat ég fundið fyrir því í morgun þegar ég fór yfir fjallið að búið væri að hálkuverja beygjur eða annað. Það var fljúgandi hálka upp og niður brekkur í beygjum og á beinum köflum upp á Heiðinni. Ég var í huganum búin að senda Vegagerðinni marga pistlana um það hvernig í ósköpunum standi á því að þeir fara ekki af stað að bera sand eða salt fyrr en eftir klukkan 8. Þeir sem eiga að mæta í vinnu milli 7 og 8 á morgnana. Ég vissi að umræðunni um sumartíma á Seyðis en ekki að gilti annað tímatal hjá Vegagerðinni.
Ég átti dekkjum fjör að launa í dag og munaði engu að ég dansaði út af veginum. En með því að muna að flas er ei til fagnaðar, komst ég heil og ósködduð í dag í vinnuna og heim aftur.
Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:48
Úps það var einhver vitleysa í þessu, en ætlaði auðvita að segja að þeir sem eiga að mæta í vinnu milli 7 og 8 leggja sig oft í hættu þegar ástandið er eins og í morgun.
Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.