30.10.2008 | 13:39
Veðurblíða eystra.
Í dag er yndilegt veður á Seyðisfirði og einnig á Fjarðarheiði.
Í gærkvöldi kom ferjan Norröna og fór aftur eftir miðnættið með yfir 200 bíla. Mikið er um útlendinga sem eru að flytja heim á ný, enda vinnan minni ótryggari og launin færri evrur nú í kreppunni.
Einnig var þó nokkuð um að verið væri að flytja út bíla sem seljast ekki hér á landi.
Einn af starfsmönnum við ferjuna sem árum saman vann við tollafgreiðslu hennar er Hákon Aðalsteinsson.
Hann orti eitt sinn um Fjarðaheiði, þegar hann var á leiðinni til starfa í tollinum:
Greiðar eru göturnar
gott er leiði.
Fagurgrænar freðmýrar,
á Fjarðarheiði.
Það er einmitt gott leiði á Fjarðaheiði í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.