Á að skattleggja notkun nagladekkja?

Þessi hugmynd er rædd þessa dagana á Reykjavíkursvæðinu.  Ástæða þess að hún kemur fram er sú að í mörgum tilvikum eru nagladekk óþörf í umferðinni þar, en valda umtalsverðri megnun.

Fyrir okkur sem búum við aðrar samgönguaðstæður horfir málið allt öðri vísi við.  Þeir sem þurfa og vilja komast milli staða hér austanlands þurfa velbúinn bíl, til að stuðla að öryggum ferðum sínum.  Þess vegna er það von bréfritara að skattlagningu þeirra sem búa við erfiðar samgöngur verði sleppt.  Raunar væri staðaruppbót í gegngum skattkerfið réttlátari að margra viti.

Kær kveðja,

Jón Halldór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband