13.11.2008 | 12:47
Göngum?
Samtökin sem eru að verða til á Seyðisfirði til að vekja athygli á erfiðum samgöngum um Fjarðarheiði eru að undirbúa kynningu á starfsemi sinna meðal bæjarbúa.
Á næstunni verður haldinn kynningarfundurfyrir bæjarbúa og verðu hann auglýstur fljótlega.
Einnig er verið að skoða öryggisvesti, sem ætlunin er að merkja kjörorði samtakanna.
Við rákum okkur á það að ef við efnum til hópgöngu um Fjarðaheiði að vetri til getum við verið að stefna fólki í töluverða hættu. Til að draga úr henni þarf að gera allt sem hægt er til að viðkomandi sjáist vel. Þess vegna er ætlunin að stuðla að því að þáttakendur séu í fötum með góðum endurskinsmerkjum eða öryggisvestum í áberandi lit.
Vesti sem þetta er góð eign, bæði fyrir þá sem eru á gangi í skammdegi eða slæmu skyggni og eins til að hafa meðferðis í bíl, því ef þú þarft að fara út úr bíl á eða við veg þar sem hröð umferð er, stuðlar öryggisvesti að öryggi.
Athugasemdir
Jón Halldór er ekki hægt að fá kindavesti???? Nú eru það kindur í niðamyrkri sem valda hættu, alla vega frá Fjarðarseli og upp að Gufufossi.
Endurskin á allar kindur!!!!!
Ólafía (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:46
Það er sjálfsagt hægt að setja á þær einhverskonar vesti, og augljóslega myndi það auka umferðaröryggi þeirra blessaðra.
Það eru margir söluaðilar að slíkum vestum og ekkert sem bannar að bændur og búalið kaupi sér slík vesti.
Jón Halldór Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 22:29
Já þetta getur verið stórhættulegt.
Allar kindur í frystikistuna
Ívar B (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.