Fjarðaheiði lokuð!

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er Fjarðarheiði ófær. 

Norðan illviðri er á heiðinni núna og treystir Vegagerðin sér ekki til að halda heiðinni opinni við þessar aðstæður.

Samkvæmt veðurfregnum lægir heldur á morgun föstudag og en mun skárra veður verður á laugardaginn.

Vonir standa til að unnt verðir að halda veginum opnum seinni partinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Seyðfirðingar

Heiðin er enn ófær og vetrarveður hér í bænum. Þó alls ekkert illviðri.

Samkvæmt kortinu á vef vegagerðar er þokkaleg fær alls staðar annarsstaðar á þjóðvegum Austurlands.

Seyðfirðingar, 27.11.2008 kl. 14:44

2 identicon

Í morgun þegar ég fór yfir var heiðin nær snjólaus, en mikill vindur og blindað.  Helst var farið að skafa í við nýja kaflann í Norðurbrúninni, efri stafinn og við verkfræðingabeygjuna.  Vonandi kemst ég heim til mín í kvöld en helvíti (afsakið orðbraðgið) finnst manni hart að þurfa að vera veðurtepptur í næsta bæ árið 2008.  Með allri tækninýjungum og verkviti. 

Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:06

3 identicon

Já stormurinn var rétt á eftir okkur Ólafía. Ekki er mikið útlit um að við komumst heim í kvöld. Já helvíti barasta

Ívar B (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það munaði ekki miklu, en hann var veðurtepptur á Egilsstöðum vegna þess að innanlandsflug féll niður.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband