Nóg að gera hjá Þresti og félögum.

Þ.S. verktakar sjá um að halda Fjarðarheiði opinni meiri hluta sólarhringsins.

Þeirra starfsdegi lýkur um klukkan 21.00 á kvöldin og þá taka Guð og Lukkan við og þurfa vegfarendur að treysta á þau bæði um ástand og færð eftir það.

Í síðustu viku var færð misgóð.  Þá daga sem vind hreyfði töluvert á heiðinni var blint og varhugavert að fara um.

Núna er þokkalegt staða á heiðinni. Það er snjóþekja og vindur einhverjir 8 ms vestanátt. Á morgun og fram á þriðjudag verður áfram vestanátt ríkjandi og all hvass, sem sagt upp undir 20 ms og getur þá heiðin verið varasöm vegna lélegs skyggnis. Full ástaæð er til þess fyrir vegfarendur að kanna veður og færð áður en lagt er í hann, sími 1777 er upplögð leið til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband