12.12.2008 | 11:03
Upplýsingar um veður á Fjarðarheiði
Góð leið til að fá upplýsingar um veður á Fjarðaheiði er á vef Veðurstofunnar.
Nánar tilgreint á þessari slóð:
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/austfirdir/#group=26&station=34175
12.12.2008 | 11:03
Góð leið til að fá upplýsingar um veður á Fjarðaheiði er á vef Veðurstofunnar.
Nánar tilgreint á þessari slóð:
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/austfirdir/#group=26&station=34175
Athugasemdir
Frábært að fá þetta hérna á síðuna.
Ég hef þónokkuð ekið Fjarðarheiðina undanfarnar vikur og orðið var við bíla sem ekið höfðu útaf vegna hálku og vinds. Og þá þarf ekki mikinn hraða til að upp komi sú staða að eini kosturinn sé að renna sér útfyirir. Og oftar en ekki þarf þá hjálp til að komast á veginn aftur.
Engin slys þó sem betur fer. En þau eru þó svo sannarlega möguleg ef aðstæður leyfa ekki að stjórna þessu.
En um að gera að athuga veður á heiðinni áður en maður leggur á hana.
Kveðja með göng í huga.
Óli Vignir
Ólafur Vignir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:13
Ég hvet alla til að greina hér frá óhöppum sem við verðum vitni að á heiðinni. Það er nefgnilega þannig að það þykir kannski ekki tiltökumál þá að bíll fari út af ef það er ekki stórskaði á heilsu manna á heiðinni. Ég held hins vegar að íbúar í öðrum landshlutum ættu að fá að vita við hvað við búum.
Jón Halldór Guðmundsson, 15.12.2008 kl. 00:39
Gaman væri líka að taka saman þau útköll sem farin eru á heiðina yfir árið bæði hjá Ísólfi og eins Héraði. Ég hef farið í þau nokkur og veit að þau eru mörg yfir árið. Milli 80 og 90% útkalla sem Ísólfur fer í er upp á Fjarðarheiði.
Ívar B (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:52
Í gær var sagt á vef Vegagerðarinnar að það væri hált yfir. Ég tel mig vera þokkalega búna til vetraraksturs en lenti í því að bílinn hjá mér hringsnérist á veginum eftir að maður tekur beygju rétt fyrir ofan grindahliðið hinum megin (norðan) Ég hringdi í vegagerðina og sagði að það væri flughált og það þyrfti að sanda brekkurnar. Ég fékk þau svör að það væri nú annað en starfsmaður þeirra segði... Mér finnst það alltof dýrkeypt að spara sandinn í brekkurnar beggja vegna heiðar...
Ólafía (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:11
Já það var sko flughált í gærmorgun og ég var nú vitni af snúningnum hennar Ólafíu. Þarna hefði getað farið verr, en sem betur fer er Ólafía góður bílstjóri :)
Ívar B (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.