21.12.2008 | 12:51
Verkefni Björgunarsveitarinnar Ísólfs.
Hér í bæ er starfrækt björgunarsveit, sem heitir Björgunarsveitin Ísólfur.
Þessi sveit er mjög kröftug og hefur varið það þennan tíma sem ég hef búið hér.
Starfið er drifið áfram að áhuga, hugsjón, fórnfýsi og gríðarlega mikilli sjálfboðavinnu félagsmanna.
Það er ekkert sjálfsagt mál að hér skuli vera hópur manns sem heldur uppi þessu starfi. Fyrir það verður ekki fullþakkað.
Björgunarsveitin á björgunarbát, sérútbúinn björgunarbíl og ýmsan búnað annan. Öllu þessu þarf að halda við og í því ástandi að þetta sé tiltækt þegar kallið þemur.
Fríður hópur af konum sem starfrækir Slysavarnadeildina Rán er bakhjarl sveitarinnar, en þær sinna ýmsum verkefnum einkum til fjáröflunar fyrir Björgunarsveitina.
Nú á næstu dögum býður björgunarsveitin til sölu flugelda til að halda upp á áramótin. Bæjarbúar versla grimmt við þá, því að allur aur sem rennur inn í björgunarsveitina er ávísun á okkar öryggi.
Í spjallþræði hér fyrir framan kom fram hjá einum meðlimi björgunarsveitarinnar að milli 80 og 90 % útkalla sveitarinnar eru upp á Fjarðarheiði.
Það er ekki flóknara en það.
Þessar erfiðu samhgöngur sem við búum við gera það að verkum að björgunarsveit í þessum litla bæ er okkur algjör nauðsyn.
Ég segi því styðjum og styrkjum Björgunarsveitina, en væri ekki eðlilegt að þeir væru á fjárlögum fyrst samfélagið er ekki búið að gera göng undir Fjarðarheiði?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.