82% útkalla vegna Fjarðarheiði.

Á vef Björgunarsveitarinnar Ísólfs kemur fram að 82% útkalla björgunarsveitarinnar 2006 hafi verið vegna aðstoðar á Fjarðarheiði og oft hafi verið um aðstoð við marga bíla að ræða í sama útkallinu.

Á bloggsíðu Heimis segir:

Fjarðarheiðin er farartálmi á vetrum
Á aðalfundi Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirðri í gærkvöldi, kom fram að 82% af neyðarútköllum vegna aðstoðar á landi, árið 2006, var vegna umferðar um Fjarðarheiði.

Í tilkynningu frá sveitinni segir að af 28 neyðarútköllum, voru 23 vegna bifreiða sem þurftu aðsoð á Fjarðarheiði. „Oft þurftu margir ökumenn aðstoð í sama útkalli.
Fjarðarheiði sem er rúmlega 600 metra há, er einn hæsti fjallvegur landsins og mikill farartálmi á vetrum,” segir einnig í tilkynningunni.

Heimild: blogg.visir.is/heimirj


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband