10.1.2009 | 23:40
Ástandið á Fjarðarheiði
Undanfarna daga hefur færð verið þokkaleg á Fjaraðheiði. Í kvöld þegar ég fór um heiðina voru mismiklir hálkublettir víðast á heiðinni. Ég er á fjórhjóladrifnum bíl á nagladekkjum og tel mig því vera á vel búnum bíl. Eigi að síður lenti ég í hættu í Efri staf, þegar ég var að koma ofa af heiðinni. Bíllinn fór að skríða til vegna hálku og hvasss vindstrengs af norðri.
Gott dæmi um að hafa skal varann á þegar veður og færð er ekki upp á það besta.
Kv Jón H
Athugasemdir
Ég hef í dag hitt nokkra aðila sem sögðu frá því að í hálku og hvassviðri undanfarna daga hafi ekki kmátt miklu muna að þeir færu út af veginum. Það kann að vera stutt í alvarlegt slys á heiðinni, einkum þar sem illa er staðið að hálkuvörnum og vegrið eru ófullnægjandi
Jón Halldór Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.