15.1.2009 | 17:41
Fjarðarheiði ófær í dag.
Í dag er vonskuveður á Fjarðarheiði og hún er ófær. Vonir standa til að unnt verði að opna hana í kvöld.
Margir Seyðfirðingar sækja vinnu yfir heiðina. Einnig eru Seyðfirðingar háðir þjónustu hinum megin við hólinn, sem kunnugt er.
Þessi vegur í milli 6 og 700 metra hæð yfir sjávarmáli er einfaldlega þessum annmörkum háður, í veðrum sem þessum er einfaldlega ekki mögulegt að halda honum opnum þrátt fyrir góðan búnað til snjóruðnings.
Athugasemdir
Já vitlaust veður í dag. Ég náði yfir um hálf sex. Ekki var mikill snjór á heiðini fyrr en maður kom í mjósundin og efri stafinn.
Aðallega var bara hávaða rok og bylur í dag.
Ívar Bj (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:56
Ég ætlaði með bíl upp á Hérað á verkstæði, en varð að afpanta tímann.
Veit ekki hvað ég geri. Hendi kannski bílnum.
Jón Halldór Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.