20.1.2009 | 19:33
Þæfingur á Fjarðarheiði.
Ég hafði áðan samband við Vegagerðina og þá var þæfingur samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Ég spurði hvort heiðin væri ófær. "Nei, en það er þæfingur", var svarið. "Er hún ekki fær öllum venjulegum bílum?" "Nei, bara vel búnum fjórhjóladrifnum bílnum." Var svarað.
"En hvernig er skyggnið?", spurði ég. "Það er ekki gott og það skefur mikið", var svarið. "Er þá varhugavert að vera þarna á ferðinni?". "Já, það getur verið það".
Þannig er staðan. Sumir þurfa nauðsynlega að komast yfir og væntanlega láta þeir sig hafa það að fara yfir. Flestir bæjarbúar sinna sínum daglegu störfum í okkar góða bæ, það er að segja þeir sem ekki sækja vinnuna í önnur byggðareleög, en það er stór hópur Seyðfirðinga sem ekki komst til starfa sinna í dag.
Snjóruðningsmenn gera ávallt sitt besta og vonandi verður veður og færð betri á Heiðinni á morgun.
Athugasemdir
Ég hringdi líka í Vegagerðina eða símann 1777 og spurði um þæfinginn. Ég fékk þau svör að það væri fært fyrir alla fjórhjóladrifna bíla. Ég spurði hvort það væri snjór og þá var svarað að það væri um 10 cm krapi. En það væri mjög blint og það voru 23 m vindur og sló í meira í hviðum. Ég var að hugsa um að fara uppeftir í kvöld vegna stráksins míns sem þurfti að fara í ökuskóla.Eg lagði ekki í að fara og vona ég bara að færðin verði betri á morgun. Það er ekki gott að þurfa að vera veðurtepptur og allra síst fyrir fólk sem er sjaldan frá vinnu vegna veikinda. Mér finnst líka að ég sé farin að merkja aðhald í snjóruðningi, getur það verið?
Ólafia Stefansdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.