Þæfingsfærð á Fjarðarheiði

Í dag er vonskuveður á Fjarðarheiði.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þæfingsfærð og skafrenningur og slær vindur í kviðum upp í 29 mtr á sekúndu.

Heiðin er ekki lokuð eins og er en er alls ekki fær nema velbúnum fjórhjóladrifnum bílum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sammála Elfu. Þæfingur þýðir oft mjög þungfært. Heiðin var mjög varasöm í dag og þá sérstaklega Seyðisfjarðarmegin og að kofa. Mjög blint í efri staf og í mjósundum.
Heiðini var lokað um hálf sjö í kvöld.

Ívar Bj (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Nú um kvöldmatarleytið frétti ég af því að sendibíll sem var að koma frá Seyðisfirði hefði fokið út af veginum í norðurfjallinu.  Þetta gerðist á svæðinu fyrir neðan svokallaða verkfræðingabeygju.  Bíllinn þeyttist 25 metra niður fyrir veginn.  Bíllinn lenti á hjólunum og bílsstjórinn slasaðist mikið og brákuðust hryggjarliðir.

Þegar bíllinn lagði á heiðina var fínt veður að sögn Vegagerðarinnar 14 metra og 19 í kviðum.  Greinuilega var töluvert hvassara en það þarna í norðurfjallinu.

Við þetta bætist að upplýsingar Vegargerðarinnar um að það væri þæfingur gáfu ekki fullkomna mynd af ástandinu þarna.  Slæmt skyggni var að til dæmis gat þessi bíll sem lenti í þessu slæma slysi, ekki snúið við vegna aðstæðnanna.

Það vekur mikla furðu mína að þetta slys hefur ekki komið í fréttum, svo ég hafi orðið var við í dag.

Tveir aðrir bílar lentu út af veginum í dag, en ekki veit ég til að þar hafi verið slys á fólki.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 19:54

3 identicon

Ég er sammála Elfu Hlín, ég hef svo sannarlega lent í þeim krappa að farayfir í þæfingi svo ég kannaði Heiðina umræddan dag og sneri við.  Fór bara heim aftur. 

Það er ekki gott þegar fólk slasast við það að fara útaf og best og öruggast er að keyra eftir aðstæðum.  Mér finnst fólk oft keyra ansi greitt þó það sé blint og slæm færð. 

Ólafia Stefansdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:36

4 identicon

Hæ hæ gott framtak en hver heldur úti þessari síðu.???

Okkur í björgunarsveitinni langar að vita hver heldur úti þessari síðu

ef við viljum koma inn upplýsingum um útköll og ástand á heiðinni því við erum jú býsna oft þarna uppi.

Kveðja

Helgi Haraldss

Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband