Kynningarfundur 3. febrúar.

Hinn 3. febrúar var kynningarfundur í Herðubreið á fyrihuguðu gönguverkefni, sem nefnt er Göngum Göngum í Herðubreið.

Fundurinn var all vel sóttur og á honum var fjallað um verkefnið og það kynnt.

Þar kom fram að verkefnið er hugsað sem skemmtileg leið til að vekja athygli á samgöngum við Seyðisfjörð.  Önnur markmið með verkefninu eru að stuðla að aukinni hreyfingu almennings og stuðla að samheldni bæjarbúa.

Á fundinum flutti Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri erindi um þjónustu Vegagerðarinnar á heiðinni. Guðjón Már Jónsson lýsti reynslu sinni af viðureigninni við heiðina sem björgunarsveitarmaður og sjúkrabílstjóri. Jóhanna Gísladóttir lýsti reynslu sinni af viðskiptum við heiðina og Ólafía Stefánsdóttir kynnti öryggisvesti sem hópurinn hyggst útvega göngufólki í bænum.

Sagt var frá því að búið er að opna bloggsíðu með umfjöllun um færð á heiðinni. Að síðustu greindi Gunnar Sverrisson frá því að hugmyndin er að ársfjórðungslega verði gengið yfir heiðina.

Einnig kom fram í máli hans að fyrirhugað sé að hafa fljótlega örlítið styttri göngu, sem ein konar æfingu fyrir gönguna alla leið. Á fundinum var boðið upp á létta máltíð og fékk yfirkokkurinn sérstakt lof fyrir matinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband