23.2.2009 | 21:10
Æfingaganga 28. febrúar.
Næstkomandi laugardag verður efnt til æfingagöngu fyrir alla. Öllum er frjálst að taka þátt í þessari göngu, sem er undirbúningur undir gönguna yfir heiðina, sem væntanlega verður í byrjun apríl.
Lagt verður af stað á laugardaginn klukkan 10.00 frá Herðubreið og gengið upp í skíðaskála. Þar er hugmyndin að stoppa að fá sér kaffi og vöfflu ef skíðasvæðið er opið, en snæða nesti ef slíkt er ekki í boði. Þess vegna er nauðsynlegt að hver og einn kanni það áður en lagt er af stað.
Göngufólk er hvatt til að búa sig vel og muna eftir öryggisvestunum, því það er betra að vera vel séður, þegar gengið er á akbrautum.
Að áningu lokinni er hugmyndin að fólk geti gengið til baka, ef það kýs svo, eða húkka sér far, því ætlunin er að til taks verði bílar upp við skála fyrir þá sem eru þreyttir eða fótsárir.
Við í hópnum hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessu og bendum á að börn eru velkomin, í fylgd með foreldrum.
Ég hugsa þetta sem efni sem er í raun tvískipt. Færi út í tvennu lagi á Facebook og bloggið. Kannski saman á Skjáinn og sfk.
Endilega lagið og komið með ábendingar um það sem vantar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.