25.2.2009 | 22:19
Útkall á Fjarðarheiði
Í gærkveldi laust fyrir klukkan 23 fór björgunarsveitin Ísólfur í útkall á Fjarðarheiði til að aðstoða bíl sem sat þar fastur. Talsverð ofankoma var á heiðinni skyggni 25-50 metrar og vindur um og yfir 20m.sek. Allt gekk vel og var aðgerð lokið klukkutíma síðar og allir komnir til byggða.
Beðið var um að heiðin yrði merkt lokuð þar sem að ekkert ferðaveður né færi var á heiðinni en það gekk því miður ekki eftir.
Helgi Haraldsson
Björgunarsveitinni Ísólfi
Athugasemdir
Það er einkennilegt að loka ekki Heiðinni þegar verstu veður eru. Reyndar eiga upphækkaðir jeppar mun auðveldara með að aka heiðina í skafrenningi, eins og alkunna er.
Ég fór yfir heiðina í dag og það er snjóþekja, en veður var einstaklega gott og því ánægjulegt að fara yfir.
Jón Halldór Guðmundsson, 26.2.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.