Aftanákeyrsla á Fjarðarheiði

Á staðnumAftanákeyrsla varð á Fjarðarheiði um klukkan 16:00 Í dag sökum slæms skyggnis og ófærðar enginn slasaðist sem betur fer og var bíllinn fjarlægður af heiðinni strax þar sem töluverð hætta þótti skapast af honum við þessar veðuraðstæður.

         Björgunarsveitin Ísólfur fór á staðinn  til að tryggja öryggi og aðstoða eiganda annars bílsins sem var óökuhæfur eftir atvikið slæmt veður var á staðunum um og yfir 20 metrar á sekúndu í hviðum og 10-15 metra skyggni. Þegar þessi færsla er skrifuð er búið að merkja Fjarðarheiðina Ófæra sem hefði mátt vera fyrr.

 

Helgi Haraldsson
Björgunarsveitini Ísólfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór yfir Heiðina í dag, sem farþegi í jeppa. Það gekk nokkurn veginn áfallalaust af því að við hengdum okkur aftan á vegagerðarbíl. Ég veit ekki hvernig það hefði verið ef við hefðum verið ein á ferð. Mættum t.d. löggubíl sem virtist hafa átt í erfiðleikum. Sá það reyndar ekki nógu vel vegna lélegs skyggnis en vegagarðarbíllin þurfti a.m.k. að stoppa lengi og brasa eitthvað til að þessi löggubíll kæmist áfram.  En þessi ferð var víst ekkert hjá því sem hafði verið ca klukkutíma áður þá sást ekki út úr augum, sagði Villi, bílstjóri jeppans mér, en hann var á klukkutíma á leiðinni yfir. Við vorum nú sennilega hátt í klukkutíma líka.

Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 20:45

2 identicon

Ég fór í vinnu í morgun í besta veðri.  Snjóplógurinn var kominn yfir um 6 leytið.  Færðin var sem best verður á kosið. Ég hafði á orði við samferðamenn mína í morgun að við hefðum getað farið á Suburu, en skynsemin sagði okkur að vera á jeppa sem betur fer.  Ég var farþegi í öðrum jeppa en mínum rúmlega 5 í dag og var í sjálfu sér lítið að færðinni, það skóf á þessum venjulegu stöðum en mikil blinda var og erfitt að sjá stikurnar.  Þegar það er svona blint finnst manni alltof stutt á milli þeirra.  Sem betur hafði Vegagerðin unnið í gær við að blása út ruðninga þannig að meiri breidd myndast í göngum.  En dagurinn í dag er gott dæmi um að maður getur aldrei verið viss um komast heim að kvöldi.  Ef veðurspáin gengur eftir, verður sennilega kolófært á morgun.  Þá eru komnir 4 dagar eftir áramót sem ég er heima vegna ófærðar.

Ólafia Stefansdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:54

3 identicon

Já það hefði mátt loka heiðinni mikið fyrr. Það var á tímabili hættulegt að vera á ferð, sérstaklega þegar snjóskaflar ná inn á miðjan veg og mikið af gámaflutningabílum eru á ferð.
Heppni að það urðu ekki fleiri árekstrar segi ég

Ívar Björnsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Þetta getur ekki gengið svona það hljóta allir að sjá það.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 23:02

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Við þetta er kannski að bæta að þegar ferjan Norröna kom í fyrrinótt (aðfararnótt miðvikudags) komu með henni 2 bílar. Annar þeirra þurfti drátt yfirheiðina.

Með ferjunni fór töluverður útflutningur og að draga stóra og þunga vagna yfir heiðina í dag var ekki auðvelt hlutskipti.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband