Heiðin enn einu sinni ófær

Í dag er Fjarðarheiðin ófær, enn einn daginn.   Ég fór af stað á mínum Subaru rétt um 7,20 í morgun.  Veðrið var í lagi hér niðri og alla leið að neðri staf.  Þar er mikill skafrenningur og fyllti strax í göngin.  Ég mætti einum jeppa sem greinilega hafði snúið við, hann var skynsamari en ég.  Ég hélt minni för áfram í von um að það væri í lagi með allt.  Ég hringdi í Vegagerðina áður en ég lagði af stað því það var sögð snjóþekja á netinu.  Konan sem ég talaði við hafði þær upplýsingar að vel væri fært öllum vetrarbúnum bílum.  Þegar ég er komin langleiðina í kofa sé ég engar stikur, allt hvítt og blint.  Ég keyri út í ruðning og hélt að ég væri kolföst og reyndi að bakka og fara áfram.  Stakk mér síðan út til að kanna aðstæður og sá að ég var bara klaufi, og hélt áfram að baksa í þessu þangað til bílinn var laus.  Ég var svo komin í Egilsstaði 8,15 og því næstum búin að vera eina klukkustund á leiðinni.  Það var mjög blint og ekkert ferðaveður en ég gat bara hvergi snúið við.  Ég kom svo heim aftur í langri bílalest.  Það eru orðin ansi mikil göng og verður færð fljót að spillast ef hreyfir vind. 

Þessi vetur er að verða okkur ansi erfiður og man ég ekki eftir svona mörgum óveðursköflum þau tíu ár sem ég hef þurft að fara Heiðina til vinnu minnar.  

Þetta bara gengur ekki lengur við verðum að fara að komast á vegaáætlun með GÖNG!!!!

Ólafía Stefánsdóttir
Seyðisfirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já heiðin okkar var leiðinleg ídag. Ég rétt slapp uppeftir klukkan hálf átta, var þá mikill vindur og kóf. Vegagerðin sagði snjóþekja og skafrenningur. Að mínu mati var þungfært og hríð Um níuleytið var búið að loka heiðinni.

Ívar Björnsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 19:58

2 identicon

Við höfum verið heppin í morgun Ívar að komast yfir (um).  Ég vil geta þess að ég setti inn á bloggið þessa færslu um ófærðina á Heiðinni og gleymdi að setja nafnið mitt undir. Man það næst.

Ólafia Stefansdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband