Ófært og Óveður á Fjarðarheiði

Um klukkan 09:00 í morgun var Björgunarsveitin Ísólfur kölluð út til aðstoðar fólksbifreiðar sem sat föst skammt frá miðhúsaá á norðurbrún Fjarðarheiðar.  Eins og yfirleitt er gert var haft samband við Björgunarsveitina Hérað og hún fengin til að koma upp á móti okkur í Ísólfi.  Þegar við vorum að nálgast staðinn fengum við þá tilkynningu að fólksbifreiðin hefði verið losuð og fylgt til byggða af snjóruðningstæki.

Þegar hér var komið var skyggni sökum veðurhæðar orðið slíkt að ganga varð á undan bílnum og lentum við í því í tvígang að þurfa að halda kyrru fyrir í klukkutíma í senn og var þá ákveðið að halda áfram til Egilstaða heldur en að snúa við og lenda þá jafnvel í enn meira brasi, meðan á þessu gekk höfðu héraðsmenn lent útaf sökum skyggnisleysis og fikruðu sig eftir raflínunni niður að vegi.  Loks um klukkan 13 lægði vind aðeins þannig að hægt var fyrir okkur að halda för áfram og vorum við komnir til Egilstaða um klukkan 13:30 og höfðum við þá verðið á heiðinni í um fjóra og hálfan tíma.

Við héldum kyrru fyrir á Egilsstöðum og lögðum af stað til baka um klukkan 15:30 og fylgdum þá snjóruðningstækinu yfir og stjórnuðum umferð svo bílar væru ekki alveg ofaní tækinu meðan rutt var, þegar hér var komið var vindur dottinn niður í 15m/sek úr um 27m/sek og sóttist ferðin mjög vel og voru þessar myndir teknar á heimleiðinni.

 Helgi Haraldsson
Björgunarsveitin Ísólfur

110320091581103200915911032009157


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flottur pistill hjá þér Helgi.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 18:05

2 identicon

Takk fyrir það

Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband