Árekstur á Fjarðarheiði.

Árekstur verð í dag á Fjarðarheiði í slæmu skyggni á heiðinni.

Samkvæmt fregnum af málinu voru ekki meiðsli á fólki, sem betur fer.

Bílarnir eru hins vegar talsvert skemmdir og að minnsta kosti annar trúlega ónýtur. 

Ritari: Jón Halldór Guðmundsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það var mjög slæmt skyggni þegar ég kom yfir og talsverður snjór á veginum. Varasamt að vera á ferðini

Ívar Björnsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:44

2 identicon

Þar sem ég er eigandinn af öðrum bílnum þá fór ég upp á heiði. Meðan við vorum að bíða eftir lögreglunni þá kom plógurinn. Ég talaði aðeins við bílstjórann og sagði hann mér að hann hefði farið upp á vanalegum tíma í morgunn og rutt af heiðinni. Þegar hann kom aftur yfir á Egilsstaði þá bannaði vegagerðin honum að fara fleirri ferðir yfir þar sem veðrið væri það gott á heiðinni. Hann var ræstur aftur út um 11 leitið og sagði hann að þá hefði heiðinn verið við það að lokast. Hvað er í gangi hjá vegagerðinni nenna þeir ekki á heiðina til að athuga aðstæður áður en þeir taka ákvörðun um að hætta þjónustu eða er farið eftir veðri á einhverjum öðrum stað á landinu.

En eftir langan tím kom löggan. Þeir tæplega fóru út úr löggubílnum, spurðu ökumenn lítið um atburðinn og brunuðu strax í burtu aftur. Nenntu ekki að bíða eftir að bílarnir væru fjarlægðir og skildu þá eftir þar sem öðrum vegfarendum stafaði mikil hætta af þeim vegna þess að skyggnið var ekki neitt þar sem þeir voru.

Guðjón Már Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:19

3 identicon

Ótrúleg vinnubrögð verð ég að segja. Já vegagerðin virðist lítið sem ekkert fara á heiðina og kanna aðstæður þessa dagana.

Ívar Björnsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:35

4 identicon

Vegagerðin ætti auðvitað að vera með fastan eftirlitsbíl á Fjarðarheiði þegar veðrið lætur svona.

En hvað ætli göngin yrðu fljót að borga sig upp bara með snjómoksturspeningunum.????

Ég spyr

Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband