14.3.2009 | 12:10
Enn og aftur ófært um Fjarðarheiði
Í dag er ófært um Fjarðarheiði enn og aftur og kannski ekki af ástæðulausu. Snjógöng eru næstum alla leið og gæti ég trúað að þau væru á bilinu 2-4 metrar þar sem þau eru hæst, snjórinn laus og ekki þarf mikinn vind til að skyggni sé horfið, þetta er ekki mönnum bjóðandi.
Og svona til gamans þá erum við þrjú úr björgunarsveitinni sem bíðum átekta með heiðina því við ættum að vera á fundi á Breiðdalsvík klukkan 1, einnig veit ég að Einar Bragi bíður líka eftir að heiðin verði fær til að geta spilað á Egilstöðum klukkan 2.
Þið sem ráðið í landinu!!!!!!!
Hvar eru Jarðgöngin????????
Þarf banaslys á Fjarðarheiði til að þið farið að hugsa????????????
Hver ætlar þá að axla ábyrgð og fara í felur???????????
Ég spyr.
Helgi Haraldsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.