4.4.2009 | 19:34
Göng- um, göng-um
Hópur fólks á öllum aldri gekk yfir Fjarðarheiðina í gær laugardag í blíðskaparveðri. Tilgangurinn með göngunni er að vekja athygli á samgöngum til Seyðisfjarðar. Flestir gengu heiðina á 4 og hálfum tíma, þeir sem sprækastir voru gengu á mun skemmri tíma. Næst gengur hópurinn í júlí og eru allir velkomnir að slást í för.
Ólafía Þ. Stefánsdóttir setti inn
Athugasemdir
Aðstæður til göngu á laugardaginn voru afar góðar. Engin hálka, engin þoka og enginn skafrenningur. Slíku er ekki alltaf til að dreifa á þessari leið.
En gangan heppnaðist vel, þó að akki hafi allir komist alla leið, til dæmis heltist ég úr lestinni á háheiðinni.
En markmiðið er alls ekki að allir gangi alla leið, en taki þátt, hreyfi sig í góðum hópi og sýni samstöðu.
Takk fyrir góða göngu.
Jón Halldór Guðmundsson, 6.4.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.