Vetrarfærð um Fjarðarheiði

Síðustu daga hefur veðurfar verið úrkomusamt og kalt á Austurlandi.  Hefur einatt verið hálka og skafrenningur á Fjarðarheiði og heiðin ófær frá kvöldi og fram á morgun.

Nú er ólöglegt að hafa nagladekk undir bílum sínum og ákvæði um sektir í fullu gildi fyrir Seyðfirðinga sem aðra landsmenn.  Hins vegar er það svo að ekkert vit er að vera á sumardekkjum ef maður þarf eða vill eiga þess kost að reyna að komast yfir Fjarðaheiði í þessari færð.  Þess vegna má segja að svona samgöngur séu ólöglegar í sjálfu sér.

Í dag er þæfingsfærð og snjókoma á Fjarðarheiði og svona hefur þetta verið ansi marga daga í ár.

Þetta ástand þýðir það að margir sem veigra sér við að keyra í slæmu skyggni og illfærð eru í raun hálf einangraðir hér í okkar annars svo ágæta bæjarfélagi.

Um síðustu helgi var hér haldið 1000 manna blakmót.  Mótið fór fram á Héraði og Seyðisfirði.  Þá kynntust margir aðkomumenn heiðinni eins og hún er oft.  Lentu ýmsir í kröppum dansi í hálku og slabbi, en ég held að engin alvarleg slys hafi orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég fór á Austurlandsmót í bridge um helgina. Þetta er tveggja daga mópt sem ævinlega er haldið að vori.  Nú hagaði veðráttan sér þannig að útilokað var annað fyrir okkur Seyðfirðinga annað en kaup hótelgistingu í fyrrinótt.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband