12.9.2009 | 12:05
Seyðisfjörður settur í einangrun.
Sælt veri fólkið mig langaði bara að velta upp smá umræðu. Þannig er að ég hef heyrt víðsvegar um bæinn talað um að kostnaður við snjómokstur á austurlandinu öllu eigi að hlaupa á sömu krónutölu og kostnaðurinn sem fór í Fjarðarheiðina eina og sér á síðasta ári.
Svo ég spyr.
Er eitthvað til í þessu???
Er verið að setja seyðisfjörð í einangrun???
Og hlakkar okkur ekki ofsalega til að vera á ferðinni þarna uppi í vetur.???
Helgi Haraldsson
Seyðisfirði
Athugasemdir
Góðan daginn Helgi Held að þetta séu etthvað ýkt, snjómokstur á heiðinni síðasta vetur var frekar mikill og mig minnir að eg hafi keyrt etthvað umm 20.000 km siðasta vetur sem er þó nokkuð mikið á bílinn sem eg er á og fleyri bílar voru á heiðinni.....Eina sem eg veit að þjónustustigið verður eitthvað skorið niður semsagt hætt fyrr..
Örlygur Óðinn (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 21:04
Gott að heyra að þetta sé líklega bara uppblásinn orðrómur að mestu takk Örlygur.
Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.