30 manns komast ekki til vinnu sinnar!

Lauslega áætlað eru um 30 manns á Seyðisfirði í þeirri stöðu að komast ekki til vinnu sinnar vegna ófærðar.

Fjarðarheiði er búin að vera ófær síðan í gærkvöldi.  Snjórinn er mjög þungur og blautur og fyrirsjáanlega verður tafsamt að ryðja,  auk þess sem óveður geysar enn á heiðinni.

Samkvæmt veðurfregnum mun lægja með kvöldinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við það bættist að um tugur nemenda átti að mæta í próf í Menntaskólanum á Egilsstöðum og komust ekki. Sem betur fer voru stjórnendur Seyðisfjarðarskóla svo liðlegir að leyfa nemendunum að taka próf í skólanum, en þetta er samt bagalegt og felur í sér auka umstang.

Þorbjörn (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband