Þungfært um heiðina.

Undanfarna daga hefur Fjarðarheiðin verið erfið yfirferðar.  Í nokkrum tilvikum hefur fólk ekki komist leiðar sinnar, til að mynda til vinnu.

Menn hér hafa nokkrar áhyggjur af því að snjóruðningur verði skorinn niður í vetur.

Björgunarsveitin Ísólfur hefur haft í nógu að snúast við að aðstoða vegfarendur og ekkert útlit er fyrir að þeirra verði áfram þörf á heiðinni.

Skafrenningur og slæmt skyggni skapar gríðarlega hættu á heiðinni og nú nýverið var árekstur í kófi, vegna aftanákeyrslu.  Eftir því sem mér skilst urðu ekki slys á fólki og er Guði lof fyrir það.  


mbl.is Erill hjá Ísólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband