Erlendar rútur í vandræðum á Fjarðarheiði

Rúta

Um 140 farþegar á tveimur tveggja hæða rútum lentu í vandræðum í dag  í hálku á fjarðarheiði önnur rútan strandaði í efri stafnum en var keðjuð þar og komst ferða sinnar hjálparlaust en hin strandaði í mýrarbrekkunni og virtust keðjurnar lítið hjálpa henni og endaði hún með afturhjólin úti í kanti og fram endann inn á öfugum vegarhelmingi.

Björgunarsveitin Ísólfur ásamt rútu frá ferðaþjónustunni komu svo fólkinu til byggða en kalt var á þessum slóðum snjókoma og vindur.

Það var svo hefill frá vegagerðinni sem dró rútuna upp úr brekkunni og var henni þar snúið við og hélt hún til byggða.

Af þessu hlutust nokkrar umferðartafir og voru þarna 3 flutningabílar og einhverjir minni bílar sem urðu fyrir töfum af þessum völdum engin slys urðu á fólki sem betur fer líklega hefur ekki mátt miklu muna í þeim aðstæðum sem voru þarna þegar þetta átti sér stað.

Enn og aftur þá sýnir það sig hvað við búum við hættulegar aðstæður að þurfa að keyra um Fjarðarheiðina að vetri hvað skyldi þurfi að gerast áður en við fáum göng hér undir fjallið.

Helgi Haraldsson
Seyðisfirði

 Tekið í tog


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hljóta menn að fara að huga að göngum undir Fjarðarheiði! Hver veit hve lengi og hve miklar tafir geta orðið á næstu mánuðum og jafnvel árum vegna eldgosa á suðurlandinu, og þess vegna jafnvel ástæða til meiri siglinga með fólk á milli landa?

María Svava Andrésdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek heils hugar undir þessi orð.  Þetta býður hættunni heim.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.4.2010 kl. 13:44

3 identicon

Stjórnmálamenn í kjördæminu verða að beita sér fyrir bættum samgöngum um heiðina áður en eitthvað verra gerist.  Þá hef ég áhyggjur af atvinnumálum bæjarbúa og er þá ferðaþjónustan mér ofarlega i huga.  Seyðfirðingar takið málið upp við öll tækifæri!  

Undirrituð er áhugamanneskja um göng undir Fjarðarheiði.

Valgerður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:07

4 identicon

Hvernig væri að blessuð ferjan myndi koma annars staðar að landi en þar sem samgöngur eru svona hræðilegar?

Það myndi seint borga sig að grafa göng þarna í gegn...

Haraldur Karlsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:55

5 Smámynd: Christer Magnusson

Auðvitað þarf að koma göng undir Fjarðarheiði. Þetta er ein aðalleið ferðamanna til landsins og gott að þeir sjá eitthvað annað en Reykjavík. Nú er lagt áhersla á að dreifa ferðamannastraumnum yfir árið og þá þurfa ferðamenn auðvitað að geta komist út úr Seyðisfirði. Svo eiga heimamenn rétt á góðar samgöngur ekki síður enn Siglfirðingar.

Christer Magnusson, 21.4.2010 kl. 16:21

6 identicon

Er ekki málið að flytja ferjuna bara á Sigló,þá ættu göngin að nýtast þar.Svo er komið nó af göngum á litla Ísland,þurfum að fara að virkja þessu fallegu fjallveigi sem við eigum.

Kristjan (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 16:57

7 identicon

Hvort sem blessuð ferjan siglir hingað á Seyðisfjörð eða ekki þá eru samgöngur hingað og héðan slæmar.  Það hlýtur að fara að verða forgangsmál í vegasamgöngum að fá göng á Austurlandi og þar með talið undir Fjarðarheiði.

Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:14

8 identicon

Ætli möllerinn myndi nú ekki bora göng undir Siglufjarðargöngin áður en hann færi að horfa til Seyðisfjarðar.

Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 05:31

9 identicon

Viðhorf Haraldar Karlssonar er lýsandi fyrir skoðun svo margra íslendinga því miður. Hvað borgar sig? Hvað á maðurinn við? Hefði einhverjum dottið í hug að hafa bara einbreiðan veg með útskotum til Keflavíkur? Hafa samgöngur þangað ekki verið lagaðar jafnt og þétt, halda menn að samgöngur þangað hafi verið góðar í upphafi eða að það hafi borgað sig? Hefði ekki borgað sig að byggja flugvöllinn upp í Reykjavík þar sem allt fólkið er? Staðreyndin er að ferjan hefur siglt til Seyðisfjarðar í rúm 30 ár, og ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar. Seyðisfjörður er ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi, aðstaða til að taka á móti ferjunni hefur verið byggð upp og er til fyrirmyndar að flestu leiti, og það er styst að sigla frá meginlandi Evrópu til Austfjarða þ.m.t. Seyðisfjarðar. Það er til skammar nú á 21. öldinni að göng skuli ekki einusinni vera á lista yfir samgöngubætur á Íslandi.

Aðalheiður Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband