Fjarðarheiði Ófær enn og aftur

Nú er fjarðarheiði búin að vera illfær eða ófær síðustu daga hvað skyldu vera margir sem ertu tepptir á einn eða annan hátt vegna þess, gaman væri að fá viðbrögð frá ykkur hér fyrir neðan gott fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Fjarðarheiði er búin að vera óvenju oft ófær í vetur. Enn oftar hefur ástandið þarna verið með þeim hætti að þó að vegur sé ekki ófær yfir heiðina er hann stórhættulegur, einkum umferð á minni og meðalstórum bílum. Í skafrenningi eins og oft hefur verið í vetur, er bókstaflega ekkert skyggni ef maður er á fólksbíl þarna uppi.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta ástand þrúgandi og ekki aðlaðandi þegar maður skoðar almenn búsetuskilyrði.

Það er svo margt gott að segja um þennan bæ, en þetta er ekki jákvætt.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.1.2011 kl. 17:46

2 identicon

Ég var veðurteppt tvo síðustu dagana fyrir jólin vegna ófærðar.  Nú eru þeir orðnir tveir dagarnir í þessari viku sem ég kemst ekki í vinnu.  Í gær þegar við fórum yfir mættum við plóginum í neðri staf rétt fyrir klukkan sjö.  Það virtist ekki hafa snjóað mikið á heiðinni sjálfri og var mesti skaflinn í blessaðri verkfræðingabeygju eða í brekkunni neðan við hana svo ég sé nákvæm.  Það er alveg undarlegt að ekki skuli vera búið að laga þarna því þarna er mjög mikil snjósöfnun.  Svo var náttúrulega nýji kaflinn sem er alveg sérkapituli á blessaðri heiðinni.  Af hverju er vegurinn ekki hækkaður þarna, það skefur alltaf svo gríðarlega mikið af þessari blessaðri stíflu.  Ég er sammála þér Jón þessi heiði er hryllilegur tálmi fyrir búsetu hér.

Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 18:40

3 identicon

Ég er algerlega sammála þessum skrifum. Reynsla mín af ferðalögum yfir Fjarðarheiði að vetri til segir mér ekki annað en það að nauðsynlegt er að fá jarðgöng hið fyrsta ef ekki á verra að hljótast af. Vel mætti hugsa sér að akstur um jarðgögn milli hérðaðs og Seyðisfjarðar yrði gjaldskyldur. Eflaust geta einhverjir Exel-menn sett upp reikningsdæmið. Það yrði til lengri tíma litið mikill orkusparnaður af því að geta ekið þennan spöl á jafnsléttu og þurfa ekki að keyra 600 metra áleiðis til himnaríkis og niður aftur í hverri ferð. Þetta myndi klárt mál líka spara bremsuklossa.  

Lárus Bjarnason (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 09:56

4 Smámynd:     Lárus Bjarnason

P.s. Bara til að hafa bókhaldið í lagi þá er rétt að geta þess að í þessum rituðu orðum er Fjarðarheiði ófær og lokuð umferð.

Lárus Bjarnason, 7.1.2011 kl. 10:02

5 identicon

Ég þurfti að breyta flugi til útlanda og það kostaði mig pening! Takk fyrir það...

Björt (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband