Færsluflokkur: Samgöngur

Fjarðarheiði ófær í tvo daga óhæft með öllu!!!!!

Er það ekki sjálfsagður réttur landsmanna að hægt sé að komast á milli staða.??  Hvað eigum við að gera ef upp kemur neyðarástand þar sem einstaklingur þarf að komast snöggt á Fjórðungssjúkrahúsið eða í sjúkraflug til Reykjavíkur eða Akureyrar skiptir leiðin til Evrópu engu máli??  eða er háttvirtum ráðamönnum Íslands orðið skítsama um landsbyggðina.......    Við viljum göng undir Fjarðarheiði takk fyrir mig....

 Sjálfur þekki ég Fjarðarheiðina mjög vel í öllum veðrum sem Björgunarsveitarmaður og skal glaður bjóða Háttvirtum samgönguráðherra og hans liði í eina salíbunu yfir heiðina þegar verst lætur svo þau skilji hvað við er að eiga.  Ég hef sjálfur verið lengst um 6 tíma að brjótast yfir en hef heyrt af lengri ferðum.

Færsluna skrifar

Helgi Haraldsson
Seyðisfirði


mbl.is Fjarðarheiði ófær í tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarðarheiði Ófær enn og aftur

Nú er fjarðarheiði búin að vera illfær eða ófær síðustu daga hvað skyldu vera margir sem ertu tepptir á einn eða annan hátt vegna þess, gaman væri að fá viðbrögð frá ykkur hér fyrir neðan gott fólk.

Hvar eru Göngin

Enn og aftur sannar það sig að göng eru nauðsinleg undir þessa blessuðu Fjarðarheiði okkar.
mbl.is Blinda og ófærð á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bridge á Fjarðarheiði?

Ég og félagar mínir áttum að spila leik í bridgekeppni á Reyðarfirði í dag. Ætlunin að hefja leik kl 13.00 og spila í 6 tíma þenna leik og komast heim upp úr 19.00.
Reynt er að halda Fjarðarheiði opinni til 19.00 og átti þetta að ganga upp ef Guð lofaði.
Snjóþekja og skafrenningur er staðan á Fjarðarheiði, eins og Vegagerðin kynnir hana. Annað kom þó á daginn. Í noðurfjallinu er mikill skafrenningur og ofankoma og slyggni lítið.
Við félagarnir lentum út fyrir veg og sátum fastir í rúman hálftíma. Björgunarlið frá Egilsstöðum kom og hjálpaði okkur. Fórum við til Egilsstaða og fengum, okkur að borða. Tókum síðan þann kost að bíða eftir plógnum og elta hann til baka. Erum komnir heim aftur.
Af bridge keppninni að segja að hún verður að bíða betra veðurs.
Skráð af Jóni H Guðmundssyni.

Fjarðarheiði ófær í dag.

Undanfarna daga hefur verið vonskuveður á Fjarðarheiði. Í dag föstudag var færð afar slæm á Austurlandi öllu í morgun og allir vegir milli staða ófærir, sem er afar sjaldgæft.

Núna er þessar línur eru ritaðar er veðrið að ganga niður og orðið slarkfært hér á Seyðisfirði. Fagridalur er fær, Oddsskarð er fært, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar er fært, bæði göngin og fyrir nesið.

Hins vegar er Fjarðarheiði enn ófær, enda sennilega erfiðasti fjallvegur landsins. 

Við Seyðfirðingar eru vongóð um að veðrið á Heiðinni gangi alveg niður innan skamms, þá verður vit í að ryðja veginn. Það ætti ekki að taka langa tíma þegar veðrið á þessu veðravíti lagast.

Ritað af

Jóni H Guðmundssyni. 


Útkall á Fjarðarheiði

Jæja þá kom að því  Fjarðarheiðin ófær í dag og í gær og fyrsta útkall vetrarins hjá björgunarsveitinni Ísólfi á heiðina.  Í þessum skrifuðum orðum er menn frá sveitinni lagðir af stað til aðstoðar bíl sem er í vandræðum á heiðinni, ekkert amar að fólkinu þar um borð en slæmt veður er á heiðinni og lítið skyggni.  Vindur á heiðinni er norðvestanstæður 15 metrar á sek og slá hviður upp í 20 metra á sek, þónokkur skafrenningur og ofankoma.

 

Færsluna skrifar

Helgi Haraldsson
Björgunarsveitinni Ísólfi


Nýtt Örnefni

Ég legg til að staðurinn á Fjarðarheiðinni sem áður geymdi kofann okkar skuli hér eftir kallaður Kofaleysa sem ég hef fyrir einhverju síðan byrjað að kalla hann þar sem margir tala ennþá um að vera við kofann sem er vitanlega löngu farinn.

Færsluna skrifar.

Helgi Haraldsson


Vonskuveður á heiðinni.

Ekkert ferðaveður núna og beðið með opnun þar til lægir.
Þetta er svo sem ekkert annað en afleiðing þess að hafa þjóðveginn í svona mikilli hæð. Þar gerir annað slagið vonsku veður og ekkert vit í að reyna að brjótast yfir, nema líf liggi við.
mbl.is Versnandi veður á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumrannsóknir hafnar!

Umsjónarmenn þessarar bloggsíðu fagna því að þessi fyrsti áfangi í undirbúningi ganga undir Fjarðarheði er hafinn.

Þetta er mikilvægt mál fyrir samgöngur og atvinnustarfsemi á Austurlandi.


mbl.is Unnið að frumrannsóknum vegna Fjarðarheiðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það byrjar snemma

Jæja gott fólk þá er fyrsta hálkan búin að gera vart við sig á fjarðarheiðinni okkar ekki mikil en hálka þó.  það kemur víst alltaf vetur á endanum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband