Fjarðarheiði ófær í tvo daga óhæft með öllu!!!!!

Er það ekki sjálfsagður réttur landsmanna að hægt sé að komast á milli staða.??  Hvað eigum við að gera ef upp kemur neyðarástand þar sem einstaklingur þarf að komast snöggt á Fjórðungssjúkrahúsið eða í sjúkraflug til Reykjavíkur eða Akureyrar skiptir leiðin til Evrópu engu máli??  eða er háttvirtum ráðamönnum Íslands orðið skítsama um landsbyggðina.......    Við viljum göng undir Fjarðarheiði takk fyrir mig....

 Sjálfur þekki ég Fjarðarheiðina mjög vel í öllum veðrum sem Björgunarsveitarmaður og skal glaður bjóða Háttvirtum samgönguráðherra og hans liði í eina salíbunu yfir heiðina þegar verst lætur svo þau skilji hvað við er að eiga.  Ég hef sjálfur verið lengst um 6 tíma að brjótast yfir en hef heyrt af lengri ferðum.

Færsluna skrifar

Helgi Haraldsson
Seyðisfirði


mbl.is Fjarðarheiði ófær í tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal koma með þér í þessa ferð :)

Ívar Björnsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 20:07

2 identicon

leiðinni til evrópu??

Sjakkurinn (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 21:47

3 identicon

Frétti það í dag að 9 Seyðfirðingar gistu á Hótel Héraði því þeir kæmust ekki heim til sín og þar er barnafólk og fólk sem starfar í álverinu auðvitað á að bora göng,það er líka öryggi fyrir okkur á héraði því það er nú ekki alltaf fært á Norðfjörð og það er flott sjúkrahús á Seyðisfirði

kv Heiðar Brodda

Heiðar Broddason (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 21:59

4 identicon

Má ég þá mæla með Napolí á Ítalíu í staðinn. Þar er engin ófærð, nánast alltaf sumar, stundum eldgos en engin sorphirða.

Björn (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 22:06

5 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Sagt er að ef samgöngur til Seyðisfjarðar verði ekki bættar á næstu árum þá muni það ekki taka nema 50- 100 ár að leggja byggð þar í eyði.

það bara einfaldlega verður að fara að snúa þessari byggðaþróun við og hefði átt að gera það ekki seinna en í gær. Starfsmenn Alcoa þurftu að ganga á undan bílnum í Fagradalnum í gær. Hvernig er hægt að leggja fólk í svona aðstöðu á okkar tímum? Ég verð alltaf jafn reið þegar ég hugsa til þess að landsbyggðin skapar mest verðmæti í þessu landi en uppsker jafnframt minnst. Fræðimenn segja  að 50% skattekna landsbyggðarinnar fara í uppbyggingu á Höfuðborginni. Á hverju ætla borgarbúar að lifa þegar landsbyggðin er komin í eyði?
Þrátt fyrir allt þetta eru alls konar auka skattur lagður á landbyggðarfólk þegar það flytur til höfuðborgarinnar t.d. vegna tónlistarnáms. Þetta er ljótur blettur á íslensku samfélagi og hefur verið það s.l. 20 ár. það hafa margir bent  á þetta í gegnum tíðina en það er  eins og það nái ekki eyrum ráðamanna og það gildir einu hverjir eru við stjórnvölinn. Þeir loka eyrunum, henda í okkur smá smjörklípu til að þagga tímabundið niður í okkur og bíða hins óumflýjanlega þ.e. að þurfa að horfast í augu við það að stjórnvöld þessa lands eru búin að leggja landsbyggðina í eyði og ÞÁ ÆTLA ÞEIR AÐ GERA EITTHVAÐ. Þá verður það kannski orðið of se

Guðrún Katrín Árnadóttir, 7.1.2011 kl. 22:20

6 identicon

Ég hef ekki alveg húmor fyrir þessari færslu hér á undan um Italíu.  Í mínum huga eru þessar samgöngur sem við búum við grafalvarlegt mál.  Seyðisfjörður er einn af fáum stöðum sem hefur aðeins um það að velja að fara yfir Fjarðarheiðina eða fara sjóleiðis.  Stjórnvöld verða að fara að hlusta á okkur og taka mark á þessum erfiðleikum okkar. 

Ég veit ekki hverju þarf að beita til þess að þrýsta á göng hingað.  Við höfum haft þingmann úr bænum og við höfðum samgönguráðherra úr okkar kjördæmi en ekki var það til árangurs fyrir Seyðfirðinga.  

Þegar maður horfir til baka til þess tíma sem ákveðið var að fara í uppbyggingu með álver og virkjun hér á Austurlandi þá finnst manni svolítið skrýtið að ekki skyldi horft til þess að hafa betri samgöngur til þeirra staða sem eru í einhverri x fjarlægð frá álverinu.  Í þessum hvelli hefði verið gott að hafa göng bæði til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar og meðan þetta er svona er Austurland ekki eitt atvinnusvæði.

Ólafía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 22:29

7 identicon

kæri "Sjakkurinn" Það sem ég átti við með leiðinni til Evrópu er auðvitað það að héðan siglir bílferjan Norræna og tengir Ísland við Evrópu og bara svona til upplýsinga fyrir þá sem hvá þegar talað er um tenginguna við Evrópu þá er Seyðisfjörður annar stærsti innflutningsstaður ferðamanna inn í landið á eftir Keflavík.  Og ef þú villt kynna þér ferðir Norrænu þá er þessi heimasíða nokkuð góður upplýsingamiðill í þeim efnum.  http://www.smyril-line.is/

Njóttu vel

Með kveðju frá Seyðisfirði

Helgi Haraldsson

Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 03:24

8 identicon

Það hefur engin þvingað fólk til þess að búa á Seyðisfirði.  Ykkur væri nær að dveljast þarna.  Hagkvæmara væri fyrir ykkur að safna fyrir blokk til að byggja. Annað hvort í nágrenni Rvk eða Akureyrar. 

Stefán Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 10:53

9 identicon

Alveg rétt Stefán, það hefur enginn þvingað fólk til að búa á Seyðisfirði. Alveg eins og enginn þvingar mig til að búa í Mosfellsbæ. Burtséð frá því hvort landsbyggðin skilar meiru til þjóðarbúsins en aðrir, þá er það samt sem áður svo að framtíð okkar felst m.a. í að halda landinu í byggð.

Samkvæmt minni reynslu sem íbúi höfuðborgarsvæðis síðastliðin 20 ár þá er ég á því að vegasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru í það góðu ástandi að það sé ekki spurning að göng og aðrar samgöngubætur á landsbyggðinni eru forgangsmál. Ég ek mikið um allt suðurland, vesturland og höfuðborgarsvæðið í minni vinnu,  eina vandamálið við að komast minna leiða er smá umferðarteppur á morgnana. Ég losna við þær með því að einfaldlega leggja 5 mín. fyrr af stað

Guðlaugur Sigmundsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 11:17

10 identicon

Hvað búa margir í stærsta íbúðarblokk Íslands ?  Væri fyndið að sjá blokk hérna fyrir sunnan sem héti Seyðfirðingablokk :)  Kannski væri hægt að flytja alla Austfirðinga með þessum hætti suður í áföngum.  Blokkirnar yrðu stillt upp í nágreni við hvort annað, hverfið myndi heita Austfirðingahverfi :) Þetta myndi hafa mjög mikla sparnað fyrir ríkissjóð !  Ef þetta tækist vel, þá væri hægt að taka önnur byggðarlög eins og vestfirðina t.d. og koma þá á suður í siðmenninguna. Þjöppum okkur saman og spörum opinber fé.  Áfram Ísland !

Kobbi (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 11:19

11 identicon

Ófær í 2 daga ? Fyrir venjulega ferðafólk á venjulegum bílum hefur það verið ófært síðan á Mánudagskvöld ! Það hefur verið rétt opnað í skammastund af og til, og fólk á fólksbílum hafa lent í vandræðum.

Seyðfirðingur (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 12:20

12 identicon

Ég man þá tíð þegar ég var í skóla á Akureyri, ætli það séu ekki ca. 17 ár síðan þetta var (óþægilega langt síðan ), þá kom pabbi norður og sótti okkur Björn Hildi. Þetta var rétt fyrir jólin. Við börðumst yfir öræfin og skiptumst við Björn á að labba á undan bílnum því það var svo blindað á heiðunum. Ferðin tók okkur 8-10 tíma frá Akureyri til Egilsstaða. Það var alls ekki mikil ófærð sem slík á leiðinni. Bara  mikill skafrenningur svo illa sást út. En þegar við komum í Egilsstaði þá var Fjarðarheiði orðin ófær (surprise, surprise). Við urðum að gista á Egilsstöðum þessa nótt.

Er eitthvað kunnulegt við þessa frásögn? Hversu oft heyrir maður ekki af því að það sé fært hér og fært þar, en ófært yfir Fjarðarheiði?

Baráttukveðjur, Sigrún

Sigrún Ingibjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 16:27

13 identicon

Vissulega er það óþægilegt þegar leiðir lokast, að ég nú ekki tali um þegar svo mikilvæg leið sem um Fjarðarheiði lokast í 2-3 sólarhringa.  Þeir sem eiga leið þar um og verða fyrir óþægindum eiga allan minn skilning.  Ég veit að það bætir ekki ástandið, en leyfi mér samt að benda á að sums staðar er staðan enn verri.  Hér á Vestfjörðum eru leiðirnar um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði yfirleitt lokaðar frá um eða uppúr áramótum fram í apríl, ef við erum heppin.  Þessar heiðar eru ekki á mokstursáætlun Vegagerðarinnar yfir háveturinn.  Það er ekki bundið slitlag á vegum þessara heiða, þannig að þegar ekki er snjór berjumst við við holurnar og drulluna .  Á Fjarðarheiði er þó mokað alla daga vikunnar - allan veturinn, ef veður leyfir, að sjálfsögðu, og þar er bundið slitlag á veginum.  Því finnst mér nú ástandið heldur skárra á Fjarðarheiði en á hinum heiðunum, en að sjálfsögðu þurfa  að koma göng undir hana.  Getum við ekki snúið bökum saman, Vestfirðingar og Austfirðingar og allir sem ferðast um þessi svæði um vegabætur?  Ég efast um að Austfirðingar, a.m.k. ekki Seyðfirðingar, séu ánægðir með að eins og er, lítur út fyrir að gera eigi Vaðlaheiðargöng á undan hinum.  Reynum að halda í vonina um betri árangur í þessum málum.

Baráttukveðjur....!

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 17:05

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessar erfiðu samgöngur eru neikvæðar fyrir búsetuskilyrði hér. Sérstaklega þar sem mjög margir sækja vinnu yfir heiðina á degi hverjum. Seyðfirðingar hafa sem betur fer góða almenna þjónustu hér að mestu leyti enn þá, en sótt er að okkur úr ýmsum áttum. Ekki má mikið út af bregða til að öryggis okkar sé ógnað.

Heiðin er búin að vera alveg sérstaklega erfið í vetur. Oft hefur verið ófært og vikum saman kóf skafrenningur og blinda á heiðinni. Við vonum að eki verði alvarlegt slys við þessar aðstæður og skulum reyna að fara að öllu með gát.

Margir bæjarbúar eru innilokaðir hálft árið og leggja hreinlega ekki í að aka yfir Fjarðarheiðina þegar það er snjór og skafrennings von. Ég veit að það er neikvætt fyrir bæinn að tala svona um þetta, en það verður bara að segja hlutina hreint út. 

Einhver bloggari hér að ofan bendir á þá lausn að flytja bæjarbúa í blokk í Reykjavík.  Kannski er þetta ekki brandari, en ef þetta er tillaga þarf að svara mörgum spurningum um verðlausar fasteignir, gjaldeyrisöflun Austfjarða, félagslega hlið og mannlega hlið málsins og fleira.

Takk fyrir. 

Jón Halldór Guðmundsson, 11.1.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband