Færsluflokkur: Samgöngur
2.12.2009 | 11:02
30 manns komast ekki til vinnu sinnar!
Lauslega áætlað eru um 30 manns á Seyðisfirði í þeirri stöðu að komast ekki til vinnu sinnar vegna ófærðar.
Fjarðarheiði er búin að vera ófær síðan í gærkvöldi. Snjórinn er mjög þungur og blautur og fyrirsjáanlega verður tafsamt að ryðja, auk þess sem óveður geysar enn á heiðinni.
Samkvæmt veðurfregnum mun lægja með kvöldinu.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2009 | 22:41
Kæru samferðamenn og konur yfir Fjarðarheiði.
Finnst ykkur ekki dásamleg viðbót í ófærðina á Fjarðarheiðina okkar skaflinn sem myndast yfir veginn þar sem Heiðarvatnsstíflan liggur upp að honum það verður ekki amalegt að sitja fastur í honum í vetur.
Kveðja
Helgi Haraldsson
Seyðisfirði
19.11.2009 | 12:21
Áfram 7 daga þjónusta á Fjarðarheiði.
Áfram verður Fjarðarheiði þjónustuð samkvæmt A-reglu samkvæmt nýjum reglum Vegagerðarinnar.
Það er afar mikilvægt að þjónustan verði viðhlýtandi á heiðinni.
Nokkur umræða hefur verið um vegrið á heiðinni undanfarið í bænum og finnst mörgum þeim ábótavant á hættulegum stöðum á heiðinni.
Dregið úr vetrarþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 07:55
Hálka og hreindýr á Fjarðarheiði.
Varað við hreindýrum á vegum austanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2009 | 08:16
Vegir víðast auðir en skafrenningur á Fjarðarheiði.
Þetta er staðan á heiðinni núna. Hver ætli skýringin sé á þessu?
Jú vegurinn um heiðina liggur uppi í 600 metra hæða. Þumalputtareglan er að það kólni um eina gráðu fyrir hverja 100 metra. Ef það rignir á láglendi og hitinn er 2,4 eins og núna á Seyðisfirði, þá snjóar á Fjarðarheiði í 630 metra hæð.
Vegir víðast auðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2009 | 17:32
Snjóþekja - skefur - hált.
Hálka og hálkublettir víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2009 | 08:34
Hálka og snjóþekja á Fjarðarheiði.
Vegfarendur eru beðnir um að fara af öllu með gát.
Þessi vegur sker sig úr íslenska vegakerfinu, því hann liggur nánast allur í mikilli hæð og er þar víða hætt við hálku og slæmu skyggni.
Hálka á heiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2009 | 08:27
Hættulegur vegur...
... sem er þó skilgreindur sem vegur sem tilheyrir evrópskum tengivegum. TERN.
TERN stendur fyrir Trans European Road Network. Þeir vegir á Íslandi sem skilgreindir eru sem slíkir eru hringvegurinn, vegurinn milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, vegurinn til Þorlákshafnar og loks vegurinn milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar.
Vegurinn um Fjarðarheiði liggur í um og yfir 600 metra hæð og vegna þess er hann oft illviðrasamur. Við það bætist svo að þarna uppi er töluverð úrkoma og hitinn að sveiflast í kringum frostmarkið. Þetta tvennt hefur hættuástand í för með sér. Ofsahálku.
Flughálka á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2009 | 19:42
Fjórða Gangan yfirheiðina.
12.9.2009 | 12:05
Seyðisfjörður settur í einangrun.
Sælt veri fólkið mig langaði bara að velta upp smá umræðu. Þannig er að ég hef heyrt víðsvegar um bæinn talað um að kostnaður við snjómokstur á austurlandinu öllu eigi að hlaupa á sömu krónutölu og kostnaðurinn sem fór í Fjarðarheiðina eina og sér á síðasta ári.
Svo ég spyr.
Er eitthvað til í þessu???
Er verið að setja seyðisfjörð í einangrun???
Og hlakkar okkur ekki ofsalega til að vera á ferðinni þarna uppi í vetur.???
Helgi Haraldsson
Seyðisfirði
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)