Algjör ófærð - Dagur í lífi björgunarsveitar

í dag er búinn að vera býsna annasamur dagur hjá björgunarveitinni á fjarðarheiði. 

Dagurinn hófst með útkalli um klukkan 09:00  til aðstoðar bílum er sátu fastir víðsvegar á fjarðarheiði björgunarsveitarmenn voru komnir úr  því útkalli um klukkan 11:30. 

Um klukkan 13:00 barst annað útkall til aðstoðar bílum á heiðinni og til fylgdar jeppa sem þurfti að komast yfir heiðina þegar í Egilsstaði var komið voru þónokkrir veðurtepptir Seyðfirðingar í söluskálanum og var bíll sveitarinnar fylltur af fólki og haldið heim.  Þegar heim var komið fengum við fréttir af því að ruðningstæki væru komin af stað og fórum við þá aftur upp á heiði til að fjarlægja bíl sem skilinn var eftir um morguninn,  fljótlega eftir að við lögðum af stað barst okkur enn ein hjálparbeiðnin þar var um að ræða fjórhjóladrifinn fólksbíl sem hafði fest sig í snjógöngum skammt frá krapahöllinni, en á leiðinni þangað komum við að enn einum fólksbíl föstum og var hann þvert á veginum og fastur og má geta þess að hann var aðeins framdrifinn og fékk hann alla aðstoð sem hann þurfti.  Þegar við höfðum síðan hjálpað bílnum sem var fastur við krapahöllina héldum við til byggða með tvo bíla í humátt á eftir okkur til byggða og gekk það vel. 

Skömmu eftir að við komum til byggða barst hjálparbeiðni frá neyðarlínunni í gegnum tetra talstöð um fólksbíl í vandræðum á heiðinni og fórum við til aðstoðar honum og fylgdum honum til Egilsstaða í þæfingi og slæmu skyggni,  eftir það var haldið heim á leið en ekki komumst við þó lengra en niður í neðri staf þegar enn ein hjálparbeiðnin barst og var þá um hjálparbeiðni vegna útafaksturs að ræða ekki var þó ófærð þar um að kenna þar heldur hafði skyggni brugðist eins og oft gerist á þessum slóðum , eftir þetta komumst við heim og var klukkan þá orðin hálf sjö og menn orðnir nokkuð svangir eftir heiðarvolkið. 

Þegar hér var komið vorum við búnir að eyða rúmlega 100 lítrum af olíu og orðnir hálf þreyttir eftir langan dag. 

svona eru nú sumir dagar á Fjarðarheiðinni okkar. 

Að þessum aðgerðum komu 6 björgunarsveitarmenn. 

Kveðja frá Björgunarsveitinni Ísólfi. 

Þessa bloggfærslu skrifar: 

Helgi Haraldsson Seyðisfirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég festi bílinn minn í morgun á leið í vinnuna.  Ég er svo stálheppinn að eiga besta björgunmann í heima sem eiginmann.  Hann kom auðvita og dró mig upp og fylgdi mér yfir.  Mér datt sko aldeilis ekki í hug í morgun að færðin væri svona slæm. 

Er ekki hægt að fara að selja grjót innan úr fjöllum og gera göng í leiðinni.  Það hljóta að vera margar þjóðir sem vantar grjót.

Ólafía (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:57

2 identicon

já það er  gott að eiga dugmikla björgunarsveit.

Berglind Sigurðard (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 08:34

3 identicon

Nú kl. 8:20 stendur að heiðin sé lokuð en vegagerðin er uppi og ætlar að reyna að opna.  Ekki veit ég hvað vakir fyrir vegagerðarmönnum, en það er alveg ljóst að það verður alls ekkert ferðaveður í dag.  Þetta verður til þess að björgunarsveitinn þarf að vera þarna uppi fram á kvöld.  Með því að opna eru þeir að bjóða hættunni heim því við þessar aðstæður skapast stórhætta.  En aftur á móti ef þeir opna ekki ættu menn að sleppa við stórslys og tjón þarna uppi og vonandi höfum við Seyðfirðingar það af þó við komust ekki í sveitina í einn dag:)

Hjalti Bergs (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 08:38

4 identicon

nú  er norræna í höfn og þeir myndu nú örugglega moka heiðina fyrir norrænu þó eldgos væri búið að rjúfa veginn.:)

Helgi Haraldsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 09:13

5 Smámynd: Seyðfirðingar

Og við þessa færslu má bæta að dagurinn var alls ekki búinn þarna klukkan 18:30 því laust eftir klukkan 22:30 barst einn eitt útkallið um fastan bíl á heiðinni og var það framdrifinn fólksbíll í vandræðum og var hann að sjálfsögðu skilinn eftir og fólkið flutt til byggða enda var orðið nokkuð þungfært fyrir björgunarsveitarbílinn.  Þarf ekki bara að fara að setja slá fyrir þannig að hægt sé að loka þegar færð og veður láta sem verst þarna uppi?????????????

Seyðfirðingar, 23.3.2010 kl. 09:16

6 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Þið eruð heimsins mestu hetjur , hvar værum við án þessarar frábæru björgunnarsveitar okkar. Ég vildi fara að selja grjótið úr fjallinu okkar árið 2002. Ef það er einhver grundvöllur til að fá upp í kostnað við að bora göng með því að selja grjótið innan úr fjallinu þá eigum við að gera það. mér er sagt að grjót sé gullnáma í dag út um allan heim. En göng þurfum við svo mikið víst og það helst í gær.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 23.3.2010 kl. 21:08

7 identicon

Takk fyrir að koma dóttur minni öruggri heim í gær :-) 

En það er náttúrurlega bara ótrúlegt að þeir skuli vera reyna halda heiðinni opinni á svona dögum !!  Og hverjum dettur eiginlega í hug að leggja á heiðina á fólksbíl sem er ekki fjórhjóladrifinn !!!

Halla Dröfn (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband