Fjarðarheiði ófær í dag.

Undanfarna daga hefur verið vonskuveður á Fjarðarheiði. Í dag föstudag var færð afar slæm á Austurlandi öllu í morgun og allir vegir milli staða ófærir, sem er afar sjaldgæft.

Núna er þessar línur eru ritaðar er veðrið að ganga niður og orðið slarkfært hér á Seyðisfirði. Fagridalur er fær, Oddsskarð er fært, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar er fært, bæði göngin og fyrir nesið.

Hins vegar er Fjarðarheiði enn ófær, enda sennilega erfiðasti fjallvegur landsins. 

Við Seyðfirðingar eru vongóð um að veðrið á Heiðinni gangi alveg niður innan skamms, þá verður vit í að ryðja veginn. Það ætti ekki að taka langa tíma þegar veðrið á þessu veðravíti lagast.

Ritað af

Jóni H Guðmundssyni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband