Bridge á Fjarðarheiði?

Ég og félagar mínir áttum að spila leik í bridgekeppni á Reyðarfirði í dag. Ætlunin að hefja leik kl 13.00 og spila í 6 tíma þenna leik og komast heim upp úr 19.00.
Reynt er að halda Fjarðarheiði opinni til 19.00 og átti þetta að ganga upp ef Guð lofaði.
Snjóþekja og skafrenningur er staðan á Fjarðarheiði, eins og Vegagerðin kynnir hana. Annað kom þó á daginn. Í noðurfjallinu er mikill skafrenningur og ofankoma og slyggni lítið.
Við félagarnir lentum út fyrir veg og sátum fastir í rúman hálftíma. Björgunarlið frá Egilsstöðum kom og hjálpaði okkur. Fórum við til Egilsstaða og fengum, okkur að borða. Tókum síðan þann kost að bíða eftir plógnum og elta hann til baka. Erum komnir heim aftur.
Af bridge keppninni að segja að hún verður að bíða betra veðurs.
Skráð af Jóni H Guðmundssyni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband