9.9.2010 | 12:04
Rafmagnstruflanir
Víðtækar rafmagnstruflanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2010 | 22:26
Hættulegt Bílastæði
Hvað skyldi vera málið með þennan ágæta bíl sem hefur verið staðsettur hálfur inn á veginum ofan við mýrarbrekkuna síðan á síðasta fimmtudag 19. ágúst. Þetta er glæsileg viðbót við hætturnar á einum hættulegasta vegi Evrópu og hreinlega tifandi tímasprengja ef hann verður ekki fjarlægður, ýmindið ykkur bara hvernig þetta verður í næstu þoku sem skellur á glæsilegt eða hvað??
Höfundur bloggfærslu:
Helgi Haraldsson
21.4.2010 | 13:35
Erlendar rútur í vandræðum á Fjarðarheiði
Um 140 farþegar á tveimur tveggja hæða rútum lentu í vandræðum í dag í hálku á fjarðarheiði önnur rútan strandaði í efri stafnum en var keðjuð þar og komst ferða sinnar hjálparlaust en hin strandaði í mýrarbrekkunni og virtust keðjurnar lítið hjálpa henni og endaði hún með afturhjólin úti í kanti og fram endann inn á öfugum vegarhelmingi.
Björgunarsveitin Ísólfur ásamt rútu frá ferðaþjónustunni komu svo fólkinu til byggða en kalt var á þessum slóðum snjókoma og vindur.
Það var svo hefill frá vegagerðinni sem dró rútuna upp úr brekkunni og var henni þar snúið við og hélt hún til byggða.
Af þessu hlutust nokkrar umferðartafir og voru þarna 3 flutningabílar og einhverjir minni bílar sem urðu fyrir töfum af þessum völdum engin slys urðu á fólki sem betur fer líklega hefur ekki mátt miklu muna í þeim aðstæðum sem voru þarna þegar þetta átti sér stað.
Enn og aftur þá sýnir það sig hvað við búum við hættulegar aðstæður að þurfa að keyra um Fjarðarheiðina að vetri hvað skyldi þurfi að gerast áður en við fáum göng hér undir fjallið.
Helgi Haraldsson
Seyðisfirði
5.4.2010 | 13:44
Heiðin illfær í dag.
I dag á annan dag páska er heiðin illfær. Margir bílar eru fastir og eru björgunarsveitir frá Seyðisfirði og Egilsstöðum á leið upp á Heiði til þess að aðstoða bíla. Lítill bíll er þversum á veginum norðan megin í fjallinu og kemst snjóruðningstæki ekki fram hjá.
Vonandi verður þetta bara tímabundin ófærð en það er mjög blint uppi.
Ólafía Stefánsdóttir
Grein þessi er innlegg í umræðuna sem óneitanlega þarf að fylgja baráttu okkar fyrir jarðgögnum. Það eru eflaust fjölmargar svipaðar eða sambærilegar sögur sem fólk hefur að segja af samskiptum sínum við Fjarðarheiði. Hún er einn versti farartálmi íslensks vegakerfis en hefur ekki fengið þá umfjöllun sem vert væri. Á heiðinni hafa orðið fjöldamörg alvarleg umferðarslys og hún hefur nokkur mannslíf á samviskunni. Gefum henni gaum. Göngum göngum. Við viljum göng.
Lárus Bjarnason
23.3.2010 | 09:21
Bættar samgöngur
Vil bara benda á það að bloggsíðan www.fjardarheidi.blog.is er ekki mín eigin bloggsíða heldur er henni haldið úti af áhugahópi um bættar samgöngur við Seyðisfjörð sem yrðu þá að sjálfsögðu göng undir Fjarðarheiði.
Kveðja
Helgi Haraldsson
Seyðisfirði.
Annríki við björgunarstörf á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2010 | 20:49
Algjör ófærð - Dagur í lífi björgunarsveitar
í dag er búinn að vera býsna annasamur dagur hjá björgunarveitinni á fjarðarheiði.
Dagurinn hófst með útkalli um klukkan 09:00 til aðstoðar bílum er sátu fastir víðsvegar á fjarðarheiði björgunarsveitarmenn voru komnir úr því útkalli um klukkan 11:30.
Um klukkan 13:00 barst annað útkall til aðstoðar bílum á heiðinni og til fylgdar jeppa sem þurfti að komast yfir heiðina þegar í Egilsstaði var komið voru þónokkrir veðurtepptir Seyðfirðingar í söluskálanum og var bíll sveitarinnar fylltur af fólki og haldið heim. Þegar heim var komið fengum við fréttir af því að ruðningstæki væru komin af stað og fórum við þá aftur upp á heiði til að fjarlægja bíl sem skilinn var eftir um morguninn, fljótlega eftir að við lögðum af stað barst okkur enn ein hjálparbeiðnin þar var um að ræða fjórhjóladrifinn fólksbíl sem hafði fest sig í snjógöngum skammt frá krapahöllinni, en á leiðinni þangað komum við að enn einum fólksbíl föstum og var hann þvert á veginum og fastur og má geta þess að hann var aðeins framdrifinn og fékk hann alla aðstoð sem hann þurfti. Þegar við höfðum síðan hjálpað bílnum sem var fastur við krapahöllina héldum við til byggða með tvo bíla í humátt á eftir okkur til byggða og gekk það vel.
Skömmu eftir að við komum til byggða barst hjálparbeiðni frá neyðarlínunni í gegnum tetra talstöð um fólksbíl í vandræðum á heiðinni og fórum við til aðstoðar honum og fylgdum honum til Egilsstaða í þæfingi og slæmu skyggni, eftir það var haldið heim á leið en ekki komumst við þó lengra en niður í neðri staf þegar enn ein hjálparbeiðnin barst og var þá um hjálparbeiðni vegna útafaksturs að ræða ekki var þó ófærð þar um að kenna þar heldur hafði skyggni brugðist eins og oft gerist á þessum slóðum , eftir þetta komumst við heim og var klukkan þá orðin hálf sjö og menn orðnir nokkuð svangir eftir heiðarvolkið.
Þegar hér var komið vorum við búnir að eyða rúmlega 100 lítrum af olíu og orðnir hálf þreyttir eftir langan dag.
svona eru nú sumir dagar á Fjarðarheiðinni okkar.
Að þessum aðgerðum komu 6 björgunarsveitarmenn.
Kveðja frá Björgunarsveitinni Ísólfi.
Þessa bloggfærslu skrifar:
Helgi Haraldsson Seyðisfirði
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.12.2009 | 11:30
Frá Göngum, göngum hópnum.
Göngum 2. Janúar 2010.
Laugardaginn 2. Janúar verður gengið upp á Fjarðarheiði, eða nánar tiltekið frá Herðubreið að Skíðaskálanum í Stafdal. Lagt verður af stað kl. 10.00 stundvíslega.
Þar verður boðið upp á heitt kakó til hressingar.
Siðan hafa göngumenn og konur val um að láta ná í sig eða tölta til baka.
Minnt er á að nauðsynlegt er að klæða sig vel og gott að nota öryggisvesti til að sjást betur.
Kær göngukveðja.
Göngum - Göngum hópurinn.
30.12.2009 | 09:27
Gott er að eiga góða að!
Festust á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2009 | 14:47
Þungfært um heiðina.
Undanfarna daga hefur Fjarðarheiðin verið erfið yfirferðar. Í nokkrum tilvikum hefur fólk ekki komist leiðar sinnar, til að mynda til vinnu.
Menn hér hafa nokkrar áhyggjur af því að snjóruðningur verði skorinn niður í vetur.
Björgunarsveitin Ísólfur hefur haft í nógu að snúast við að aðstoða vegfarendur og ekkert útlit er fyrir að þeirra verði áfram þörf á heiðinni.
Skafrenningur og slæmt skyggni skapar gríðarlega hættu á heiðinni og nú nýverið var árekstur í kófi, vegna aftanákeyrslu. Eftir því sem mér skilst urðu ekki slys á fólki og er Guði lof fyrir það.
Erill hjá Ísólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |