30 manns komast ekki til vinnu sinnar!

Lauslega áætlað eru um 30 manns á Seyðisfirði í þeirri stöðu að komast ekki til vinnu sinnar vegna ófærðar.

Fjarðarheiði er búin að vera ófær síðan í gærkvöldi.  Snjórinn er mjög þungur og blautur og fyrirsjáanlega verður tafsamt að ryðja,  auk þess sem óveður geysar enn á heiðinni.

Samkvæmt veðurfregnum mun lægja með kvöldinu. 


Kæru samferðamenn og konur yfir Fjarðarheiði.

Finnst ykkur ekki dásamleg viðbót í ófærðina á Fjarðarheiðina okkar skaflinn sem myndast yfir veginn þar sem Heiðarvatnsstíflan liggur upp að  honum það verður ekki amalegt að sitja fastur í honum í vetur.

Kveðja

Helgi Haraldsson

Seyðisfirði


Áfram 7 daga þjónusta á Fjarðarheiði.

Áfram verður Fjarðarheiði þjónustuð samkvæmt A-reglu samkvæmt nýjum reglum Vegagerðarinnar.

Það er afar mikilvægt að þjónustan verði viðhlýtandi á heiðinni.

Nokkur umræða hefur verið um vegrið á heiðinni undanfarið í bænum og finnst mörgum þeim ábótavant á hættulegum stöðum á heiðinni.


mbl.is Dregið úr vetrarþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálka og hreindýr á Fjarðarheiði.

Hálka éljagangur og hreindýr á Fjarðarheiði.  Ökum með gát.
mbl.is Varað við hreindýrum á vegum austanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegir víðast auðir en skafrenningur á Fjarðarheiði.

Þetta er staðan á heiðinni núna.  Hver ætli skýringin sé á þessu?

Jú vegurinn um heiðina liggur uppi í 600 metra hæða.  Þumalputtareglan er að það kólni um eina gráðu fyrir hverja 100 metra.  Ef það rignir á láglendi og hitinn er 2,4 eins og núna á Seyðisfirði, þá snjóar á Fjarðarheiði í 630 metra hæð.


mbl.is Vegir víðast auðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóþekja - skefur - hált.

Þetta er staðan á Fjarðarheiðinni núna. Vel búnir bílar ættu þó að komast klakklaust yfir er farið er með gát.
mbl.is Hálka og hálkublettir víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálka og snjóþekja á Fjarðarheiði.

Vegfarendur eru beðnir um að fara af öllu með gát.

Þessi vegur sker sig úr íslenska vegakerfinu, því hann liggur nánast allur í mikilli hæð og er þar víða hætt við hálku og slæmu skyggni.

 

 


mbl.is Hálka á heiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegur vegur...

... sem er þó skilgreindur sem vegur sem tilheyrir evrópskum tengivegum. TERN.

TERN stendur fyrir Trans European Road Network.  Þeir vegir á Íslandi sem skilgreindir eru sem slíkir eru hringvegurinn, vegurinn milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, vegurinn til Þorlákshafnar og loks vegurinn milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar.

Vegurinn um Fjarðarheiði liggur í um og yfir 600 metra hæð og vegna þess er hann oft illviðrasamur. Við það bætist svo að þarna uppi er töluverð úrkoma og hitinn að sveiflast í kringum frostmarkið. Þetta tvennt hefur hættuástand í för með sér. Ofsahálku.

 

 


mbl.is Flughálka á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða Gangan yfirheiðina.

Í dag 3. október var fjórða gangan í Göngum Göngum verkefninu.

Lagt var af stað kl 9.00 og lögðu 4 garpar í hann, enda aðstæður ekki það sem kallast gott veður fyrir þægilegan fjölskyldugöngutúr.

Snjóþekja á vegi, kalt, smá skafrenningur og hryssingslegt veður.

picture_360.jpg Snjóruðningstæki að störfum í dag.


Seyðisfjörður settur í einangrun.

Sælt veri fólkið mig langaði bara að velta upp smá umræðu.  Þannig er að ég hef heyrt víðsvegar um bæinn talað um að kostnaður við snjómokstur á austurlandinu öllu eigi að hlaupa á sömu krónutölu og kostnaðurinn sem fór í Fjarðarheiðina eina og sér á síðasta ári.

Svo ég spyr.

Er eitthvað til í þessu???

Er verið að setja seyðisfjörð í einangrun???

Og hlakkar okkur ekki ofsalega til að vera á ferðinni þarna uppi í vetur.???

Helgi Haraldsson

Seyðisfirði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband