23.2.2009 | 21:10
Æfingaganga 28. febrúar.
Næstkomandi laugardag verður efnt til æfingagöngu fyrir alla. Öllum er frjálst að taka þátt í þessari göngu, sem er undirbúningur undir gönguna yfir heiðina, sem væntanlega verður í byrjun apríl.
Lagt verður af stað á laugardaginn klukkan 10.00 frá Herðubreið og gengið upp í skíðaskála. Þar er hugmyndin að stoppa að fá sér kaffi og vöfflu ef skíðasvæðið er opið, en snæða nesti ef slíkt er ekki í boði. Þess vegna er nauðsynlegt að hver og einn kanni það áður en lagt er af stað.
Göngufólk er hvatt til að búa sig vel og muna eftir öryggisvestunum, því það er betra að vera vel séður, þegar gengið er á akbrautum.
Að áningu lokinni er hugmyndin að fólk geti gengið til baka, ef það kýs svo, eða húkka sér far, því ætlunin er að til taks verði bílar upp við skála fyrir þá sem eru þreyttir eða fótsárir.
Við í hópnum hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessu og bendum á að börn eru velkomin, í fylgd með foreldrum.
Ég hugsa þetta sem efni sem er í raun tvískipt. Færi út í tvennu lagi á Facebook og bloggið. Kannski saman á Skjáinn og sfk.
Endilega lagið og komið með ábendingar um það sem vantar.
23.2.2009 | 21:08
Kynningarfundur 3. febrúar.
Hinn 3. febrúar var kynningarfundur í Herðubreið á fyrihuguðu gönguverkefni, sem nefnt er Göngum Göngum í Herðubreið.
Fundurinn var all vel sóttur og á honum var fjallað um verkefnið og það kynnt.
Þar kom fram að verkefnið er hugsað sem skemmtileg leið til að vekja athygli á samgöngum við Seyðisfjörð. Önnur markmið með verkefninu eru að stuðla að aukinni hreyfingu almennings og stuðla að samheldni bæjarbúa.
Á fundinum flutti Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri erindi um þjónustu Vegagerðarinnar á heiðinni. Guðjón Már Jónsson lýsti reynslu sinni af viðureigninni við heiðina sem björgunarsveitarmaður og sjúkrabílstjóri. Jóhanna Gísladóttir lýsti reynslu sinni af viðskiptum við heiðina og Ólafía Stefánsdóttir kynnti öryggisvesti sem hópurinn hyggst útvega göngufólki í bænum.
Sagt var frá því að búið er að opna bloggsíðu með umfjöllun um færð á heiðinni. Að síðustu greindi Gunnar Sverrisson frá því að hugmyndin er að ársfjórðungslega verði gengið yfir heiðina.
Einnig kom fram í máli hans að fyrirhugað sé að hafa fljótlega örlítið styttri göngu, sem ein konar æfingu fyrir gönguna alla leið. Á fundinum var boðið upp á létta máltíð og fékk yfirkokkurinn sérstakt lof fyrir matinn.
22.1.2009 | 12:33
Þæfingsfærð á Fjarðarheiði
Í dag er vonskuveður á Fjarðarheiði.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þæfingsfærð og skafrenningur og slær vindur í kviðum upp í 29 mtr á sekúndu.
Heiðin er ekki lokuð eins og er en er alls ekki fær nema velbúnum fjórhjóladrifnum bílum.
20.1.2009 | 19:33
Þæfingur á Fjarðarheiði.
Ég hafði áðan samband við Vegagerðina og þá var þæfingur samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Ég spurði hvort heiðin væri ófær. "Nei, en það er þæfingur", var svarið. "Er hún ekki fær öllum venjulegum bílum?" "Nei, bara vel búnum fjórhjóladrifnum bílnum." Var svarað.
"En hvernig er skyggnið?", spurði ég. "Það er ekki gott og það skefur mikið", var svarið. "Er þá varhugavert að vera þarna á ferðinni?". "Já, það getur verið það".
Þannig er staðan. Sumir þurfa nauðsynlega að komast yfir og væntanlega láta þeir sig hafa það að fara yfir. Flestir bæjarbúar sinna sínum daglegu störfum í okkar góða bæ, það er að segja þeir sem ekki sækja vinnuna í önnur byggðareleög, en það er stór hópur Seyðfirðinga sem ekki komst til starfa sinna í dag.
Snjóruðningsmenn gera ávallt sitt besta og vonandi verður veður og færð betri á Heiðinni á morgun.
20.1.2009 | 10:03
Ófært vegna óveðurs.
Óveður á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2009 | 17:41
Fjarðarheiði ófær í dag.
Í dag er vonskuveður á Fjarðarheiði og hún er ófær. Vonir standa til að unnt verði að opna hana í kvöld.
Margir Seyðfirðingar sækja vinnu yfir heiðina. Einnig eru Seyðfirðingar háðir þjónustu hinum megin við hólinn, sem kunnugt er.
Þessi vegur í milli 6 og 700 metra hæð yfir sjávarmáli er einfaldlega þessum annmörkum háður, í veðrum sem þessum er einfaldlega ekki mögulegt að halda honum opnum þrátt fyrir góðan búnað til snjóruðnings.
10.1.2009 | 23:40
Ástandið á Fjarðarheiði
Undanfarna daga hefur færð verið þokkaleg á Fjaraðheiði. Í kvöld þegar ég fór um heiðina voru mismiklir hálkublettir víðast á heiðinni. Ég er á fjórhjóladrifnum bíl á nagladekkjum og tel mig því vera á vel búnum bíl. Eigi að síður lenti ég í hættu í Efri staf, þegar ég var að koma ofa af heiðinni. Bíllinn fór að skríða til vegna hálku og hvasss vindstrengs af norðri.
Gott dæmi um að hafa skal varann á þegar veður og færð er ekki upp á það besta.
Kv Jón H
21.12.2008 | 12:59
82% útkalla vegna Fjarðarheiði.
Á vef Björgunarsveitarinnar Ísólfs kemur fram að 82% útkalla björgunarsveitarinnar 2006 hafi verið vegna aðstoðar á Fjarðarheiði og oft hafi verið um aðstoð við marga bíla að ræða í sama útkallinu.
Á bloggsíðu Heimis segir:
Fjarðarheiðin er farartálmi á vetrum
Á aðalfundi Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirðri í gærkvöldi, kom fram að 82% af neyðarútköllum vegna aðstoðar á landi, árið 2006, var vegna umferðar um Fjarðarheiði.
Í tilkynningu frá sveitinni segir að af 28 neyðarútköllum, voru 23 vegna bifreiða sem þurftu aðsoð á Fjarðarheiði. Oft þurftu margir ökumenn aðstoð í sama útkalli.
Fjarðarheiði sem er rúmlega 600 metra há, er einn hæsti fjallvegur landsins og mikill farartálmi á vetrum, segir einnig í tilkynningunni.
Heimild: blogg.visir.is/heimirj
21.12.2008 | 12:51
Verkefni Björgunarsveitarinnar Ísólfs.
Hér í bæ er starfrækt björgunarsveit, sem heitir Björgunarsveitin Ísólfur.
Þessi sveit er mjög kröftug og hefur varið það þennan tíma sem ég hef búið hér.
Starfið er drifið áfram að áhuga, hugsjón, fórnfýsi og gríðarlega mikilli sjálfboðavinnu félagsmanna.
Það er ekkert sjálfsagt mál að hér skuli vera hópur manns sem heldur uppi þessu starfi. Fyrir það verður ekki fullþakkað.
Björgunarsveitin á björgunarbát, sérútbúinn björgunarbíl og ýmsan búnað annan. Öllu þessu þarf að halda við og í því ástandi að þetta sé tiltækt þegar kallið þemur.
Fríður hópur af konum sem starfrækir Slysavarnadeildina Rán er bakhjarl sveitarinnar, en þær sinna ýmsum verkefnum einkum til fjáröflunar fyrir Björgunarsveitina.
Nú á næstu dögum býður björgunarsveitin til sölu flugelda til að halda upp á áramótin. Bæjarbúar versla grimmt við þá, því að allur aur sem rennur inn í björgunarsveitina er ávísun á okkar öryggi.
Í spjallþræði hér fyrir framan kom fram hjá einum meðlimi björgunarsveitarinnar að milli 80 og 90 % útkalla sveitarinnar eru upp á Fjarðarheiði.
Það er ekki flóknara en það.
Þessar erfiðu samhgöngur sem við búum við gera það að verkum að björgunarsveit í þessum litla bæ er okkur algjör nauðsyn.
Ég segi því styðjum og styrkjum Björgunarsveitina, en væri ekki eðlilegt að þeir væru á fjárlögum fyrst samfélagið er ekki búið að gera göng undir Fjarðarheiði?
12.12.2008 | 11:03
Upplýsingar um veður á Fjarðarheiði
Góð leið til að fá upplýsingar um veður á Fjarðaheiði er á vef Veðurstofunnar.
Nánar tilgreint á þessari slóð:
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/austfirdir/#group=26&station=34175