7.12.2008 | 16:23
Nóg að gera hjá Þresti og félögum.
Þ.S. verktakar sjá um að halda Fjarðarheiði opinni meiri hluta sólarhringsins.
Þeirra starfsdegi lýkur um klukkan 21.00 á kvöldin og þá taka Guð og Lukkan við og þurfa vegfarendur að treysta á þau bæði um ástand og færð eftir það.
Í síðustu viku var færð misgóð. Þá daga sem vind hreyfði töluvert á heiðinni var blint og varhugavert að fara um.
Núna er þokkalegt staða á heiðinni. Það er snjóþekja og vindur einhverjir 8 ms vestanátt. Á morgun og fram á þriðjudag verður áfram vestanátt ríkjandi og all hvass, sem sagt upp undir 20 ms og getur þá heiðin verið varasöm vegna lélegs skyggnis. Full ástaæð er til þess fyrir vegfarendur að kanna veður og færð áður en lagt er í hann, sími 1777 er upplögð leið til þess.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 11:17
Fjarðaheiði lokuð!
Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er Fjarðarheiði ófær.
Norðan illviðri er á heiðinni núna og treystir Vegagerðin sér ekki til að halda heiðinni opinni við þessar aðstæður.
Samkvæmt veðurfregnum lægir heldur á morgun föstudag og en mun skárra veður verður á laugardaginn.
Vonir standa til að unnt verðir að halda veginum opnum seinni partinn.
13.11.2008 | 12:47
Göngum?
Samtökin sem eru að verða til á Seyðisfirði til að vekja athygli á erfiðum samgöngum um Fjarðarheiði eru að undirbúa kynningu á starfsemi sinna meðal bæjarbúa.
Á næstunni verður haldinn kynningarfundurfyrir bæjarbúa og verðu hann auglýstur fljótlega.
Einnig er verið að skoða öryggisvesti, sem ætlunin er að merkja kjörorði samtakanna.
Við rákum okkur á það að ef við efnum til hópgöngu um Fjarðaheiði að vetri til getum við verið að stefna fólki í töluverða hættu. Til að draga úr henni þarf að gera allt sem hægt er til að viðkomandi sjáist vel. Þess vegna er ætlunin að stuðla að því að þáttakendur séu í fötum með góðum endurskinsmerkjum eða öryggisvestum í áberandi lit.
Vesti sem þetta er góð eign, bæði fyrir þá sem eru á gangi í skammdegi eða slæmu skyggni og eins til að hafa meðferðis í bíl, því ef þú þarft að fara út úr bíl á eða við veg þar sem hröð umferð er, stuðlar öryggisvesti að öryggi.
13.11.2008 | 12:38
Á að skattleggja notkun nagladekkja?
Þessi hugmynd er rædd þessa dagana á Reykjavíkursvæðinu. Ástæða þess að hún kemur fram er sú að í mörgum tilvikum eru nagladekk óþörf í umferðinni þar, en valda umtalsverðri megnun.
Fyrir okkur sem búum við aðrar samgönguaðstæður horfir málið allt öðri vísi við. Þeir sem þurfa og vilja komast milli staða hér austanlands þurfa velbúinn bíl, til að stuðla að öryggum ferðum sínum. Þess vegna er það von bréfritara að skattlagningu þeirra sem búa við erfiðar samgöngur verði sleppt. Raunar væri staðaruppbót í gegngum skattkerfið réttlátari að margra viti.
Kær kveðja,
Jón Halldór
10.11.2008 | 14:19
Áform um sektir fyrir að mæta ekki í skoðun.
Fyrirhugaðar hækkaðar sektir fyrir að mæta ekki í skoðun eru ósanngjarnar.
Gott dæmi er þessi bíll, sem er skilgreindur sem fornbíll.
Hann er staðsettur á Seyðisfirði og færðin yfir Fjarðaheiði á veturna er með þeim hætti að hann kemst bara ekki yfir heiðina.
Reglur Samgönguyfirvalda eru þá úr takti við vegakerfið í landinu.
Ekki satt?
Þessi færsla er byggð á umfjöllun á saxi.blog.is.
30.10.2008 | 16:43
Vegurinn um Fjarðaheiði 80 ára.
Síðunni hefur borist ábending um að í ár séu 80 ár liðin frá því að bílferðir hófust um Fjarðaheiði.
Það er Kolbrún Pétursdóttir kennari og bókavörður sem sendi síðunni þessa ábendingu og með henni frétt úr blaðinu Hæni frá 15. september 1928. Mun fyrsta bílferðin hafa verið farin 25. ágúst 1928 af Guðna Jónssyni bifreiðarstjóra á Reyðarfirði.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 13:39
Veðurblíða eystra.
Í dag er yndilegt veður á Seyðisfirði og einnig á Fjarðarheiði.
Í gærkvöldi kom ferjan Norröna og fór aftur eftir miðnættið með yfir 200 bíla. Mikið er um útlendinga sem eru að flytja heim á ný, enda vinnan minni ótryggari og launin færri evrur nú í kreppunni.
Einnig var þó nokkuð um að verið væri að flytja út bíla sem seljast ekki hér á landi.
Einn af starfsmönnum við ferjuna sem árum saman vann við tollafgreiðslu hennar er Hákon Aðalsteinsson.
Hann orti eitt sinn um Fjarðaheiði, þegar hann var á leiðinni til starfa í tollinum:
Greiðar eru göturnar
gott er leiði.
Fagurgrænar freðmýrar,
á Fjarðarheiði.
Það er einmitt gott leiði á Fjarðaheiði í dag.
27.10.2008 | 19:36
Færðin á Fjarðarheiði
Ég var að heyra í einum manni sem vinnur upp á Egilsstöðum. Hann er kominn heim, en sagði mér að það væri lítið skyggni og hált á heiðinni.
Ég var að kíkja á vef vegagerðarinnar og textavarp, en þar sem vindhraðinn á að vera er spurningamerki. Enda er hægt að setja spurningamerki við það hvar viondmælir á að vera staðsettur á heiðinni.
Undanfarna daga er veður og skyggni búið að vera misjafnt eftir því hvar á heiðinni er.
26.10.2008 | 16:40
Vonskuveður og bílar í vandræðum
Nú er vonskuveður á SEyðisfirði og ekki gott ferðaveður á heiðinni.
Fregnir voru að berast af bíl sem er kominn út af í Neðri-Staf.
23.10.2008 | 11:00
Hvassviðri og flughált á heiðinni!
Dæmi um að fólk þurfi að snúa við þar í dag vegna þessa.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er hálkuvarið á heiðinni í brekkum og beyjum.
Ekki á sléttum köflum.
Allt aðrar reglur gilda um beina og slétta kafla vegakerisins á Héraði, til dæmis. Þar þarf að hálkuverja.
Ekki upp á Fjarðarheiði í 600 metra hæð þar sem vindhraði er oftast mun meiri en á laglendi, eins og alkunna er.
Vinnureglur vegagerðarinnar virðast ekki tryggja öryggi allra vegfarenda. Eða hvað?
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)