Færsluflokkur: Samgöngur
10.1.2013 | 13:40
Göngum Göngum ganga janúar 2013.
Laugardaginn 5. janúar 2013 lögðu 12 manns í göngu yfir Fjarðarheiði. Farið var af stað klukkan 10. Veðurfarslegar aðstæður til göngunnar voru mjög góðar miðað við árstíma, en alls ekki góðar sem veður til að eiga þægilega og góða hressingargöngu. Hálka, kalsavindur og slydda höfðu sín áhrif. Flestir göngumennirnir sneru þess vegna við við Efri Staf en 3 kappar fóru alla leið, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Þetta er fimmta árið sem þetta verkefni stendur yfir og enn sem fyrr er mikilvægt að Seyðfirðingar bendi á ótryggar samgöngur um þennan erfiða fjallveg, sem Fjarðarheiði er.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 10:17
Þingsályktun um Seyðisfjarðargöng.
Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa lagt til að innanríkisráðherra hefji undirbúning Seyðisfjarðarganga, þannig að framkvæmdir við þessa brýnu samgöngubót geti hafist þegar gerð Norðafjarðarganga lýkur.
Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Arnbjörg Sveinsdóttir.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/23/vilja_undirbua_seydisfjardargong/
18.10.2011 | 11:31
Skref í rétta átt..
Skref í rétta á hjá Arnbjörgu Sveinsdóttur og félögum.
Vonum að hið háa alþingi sýni okkur miskun...
http://www.ruv.is/frett/tillaga-um-gerd-fjardarheidarganga
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2011 | 21:55
veturinn byrjar snemma
Hálkublettir á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2011 | 07:33
Fjarðarheiðargöng
En hvernig er með Fjarðarheiðargöng eru þau ekki forgangsverkefni líka???
Fjarðarheiði annar engri umferð þegar hún er ófær, og lítilli umferð þegar hún er illfær.
Og þess má geta að fyrstu 10 dagana á þessu ári var einn dagur þar sem fært var yfir heiðina.
Og þegar rofaði til eftir þann snjóstorm var langt gengið á matar og mjólkurbirgðir bæjarins og líklega þá lyfjabirgðir líka, svo ekki sé nú talað um ef að hefði komið upp alvarlegt slys eða alvarleg veikindi þá getur líf legið við að komast á fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði eða á Egilsstaðaflugvöll.
Færsluna skrifar
Helgi Haraldsson
Ný Norðfjarðargöng eru forgangsverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2011 | 10:30
Vetur á Fjarðarheiði í júní.....
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2011 | 14:48
Blíðvirði núna.
Norræna bíður átekta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2011 | 09:36
Á Fjarðarheiði hefur snjóað í marga sólarhringa.
Einnig á Egilsstöðum ig víðar á Héraði. Á Seyðisfirði er snjólaust í byggð og þar hefur ekkert snjóað í margar sólarhringa.
Það breytir hins vegar engu um það að Fjarðarheiði er ófær og ekki hægt að opna hana vegna snjókomu og hvassviðris. Skyggni þar er ekkert og við slíkar aðstæður er lífshættulegt að vera þar á ferð.
Bílferjan Norröna kemur til Seyðisfjarðar nú um hádegið. Erlendir ferðamenn þekkja ekki akstur við aðstæður sem eru nú á Fjarðarheiði. Þess vegna er vonandi að þeir lendi ekki í vandræðum á Fjarðarheiði.
Hér hefur snjóað í marga sólarhringa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2011 | 13:23
Samstaða heimamanna!
Seyðfirðingar hafa um árabil þrýst á samgöngubætur og bent á að á veturna er vegurinn um Fjarðarheiði mánuðum saman ótryggur og hættulegur.
Hópur sem nefnir sig Göngum Göngum! hefur staðið fyrir göngum yfir Fjarðarheiði ársfjórðungslega síðastliðin 2 ár til að ítreka kröfuna um bættar samgöngur.
Ekki er að efa að þeir sem hafa tekið þátt í starfi hópsins taka heilshugar undir kröfu bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.
Innskfað: Jón H Guðmundsson.
Vilja göng undir Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2011 | 14:33
Svaðilför í svaka fínu færi!
Fjarðarheiði er sögð vera vel fær samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar í dag.
Vörubílsstjóri sem var að koma yfir heiðina sem er að ferja vörubíl til útflutnings með ferjunni sagði farir sínar ekki sléttar af för sinni um Fjarðarheiði.
Er hann var að silast upp efri brekkurnar í Norðurfjallinu á litlum hraða kemur á móti honum jeppabifreið sem rann í hálku framan á bílinn og skemmdi framhorn farþega megin. En hlið jeppans er all skemmd.
Ekki var raunum mannsins lokið með þessu. Á heiðinni var mikið kóf svo hann sá ekki mann sem stóð við bíl sinn og var að hreinsa framrúðuna og taldi litlu hafa munað að hann hefði keyrt yfir manninn.
Í dag kom ferjan Norröna með 6 bíla og nokkra farþega sem nú bíða tækifæris að komast yfir heiðina. Heiðin er sögð vera vel fær öllum bílum, en er það auðvitað ekki, því ekki eru allir bílar sem koma erlendis frá vel búnir á negldum hjólbörðum og ökumennirnir flestir alls óvanir svona erfiðum aðstæðum sem eru á Fjarðarheiði.
Heiðin er fljúgandi hál undir snjólagi og skafrenningur og ofankoma.
Skráð af Árna Elíssyni.